Vatnsafl

Vatnsafl er ein helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku. EFLA býður upp á heildstæða ráðgjöf við undirbúning og hönnun á vatnsaflsvirkjunum, allt frá frumathugun til framkvæmdaeftirlits og gangsetningar, viðhalds og umbóta.

Steinn í árfarvegi, vatn gusast af krafti yfir steininn

Sérfræðiþekking á vatnsorku 

Mikill árangur hefur náðst með nýtingu á vatnsafli sem endurnýjanlegs orkugjafa hér á landi. Mikilvægi þess mun aukast enn frekar og vatnsafl gegna lykilhlutverki í að styðja við aðra endurnýjanlega orkugjafa sem treysta á raforku, til að mynda vind. Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu við frumathuganir og hönnun á virkjunarkostum, stórum sem smáum, við breytilegar og oft mjög krefjandi aðstæður. Þekking og reynsla EFLU byggir m.a. á rannsóknum á flóknum jarðfræðiaðstæðum, miklu jarðskjálftaálagi, hamfaraflóðum vegna eldgosa undir jöklum, jökulám og aurburði þeirra, svo dæmi séu tekin.

Gæði og sjálfbærni 

Hjá EFLU viljum við ávallt hanna öruggar og hagkvæmar vatnsaflsvirkjanir með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi. Það gerum við með því að rannsaka umhverfi og auðlindir í upphafi og lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur. EFLA hefur um langt skeið unnið að ýmsum smávirkjanaverkefnum og hafa sérfræðingar okkar mikla þekkingu og reynslu af slíkum virkjunarkostum. Verkefni á sviði smávirkjana eru fjölbreytt og ná frá frumhönnun og mati á kostnaði og framleiðslu til hönnunar og umsjónar með framkvæmd. Einnig hefur EFLA unnið heildstæða úttekt virkjunarkosta sveitarfélaga í tengslum við skipulagsgerð og auðlindastefnu. Við erum vottuð í gæðastjórnunarkerfum (ISO 9001), umhverfisstjórnunarkerfum (ISO 14001) og vinnuvernd (ISO 45001).

Meðal þjónustusviða eru:

 • Verkefnastjórnun og áhættugreining
 • Kostnaðarmat og virðisaukandi greining
 • Skipulag
 • Mat á umhverfisáhrifum (EIA)
 • Jarð- og jarðtæknifræði
 • Rannsóknir og þróun á steinsteypu
 • Jarðskjálftagreiningar
 • Bráðabirgða- og fyrstu athuganir á virkjunarmöguleikum
 • Hönnun á öllum stigum þróunar
 • Innkaupaaðferðir og útboðsferli
 • Hönnunarskoðun
 • Framkvæmdaeftirlit
 • Umsjón með lóð
 • Kröfustjórnun og úrlausn
 • Endurbætur og viðhald
 • Gangsetning

Græn orka 

Við hjá EFLU erum stolt af því að vera í fararbroddi í umskiptum yfir í hreina og sjálfbæra orku. Við munum vinna með verkkaupum í vatnsaflsverkefnum sem eru örugg, skilvirk og hagkvæm. Við tökum tillit til allra hagsmunaaðila í hönnun okkar og leitumst við að lágmarka samfélagsleg og umhverfisleg áhrif. Saman getum við virkjað kraft náttúrunnar og byggt upp í sátt við umhverfi og samfélag.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU