Vatnsaflsvirkjanir

Vatnsafl, Orkugjafi, Orkugjafar, Virkjunarkostur, Virkjunarkostir, Virkjun

Vatnsafl er helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku og auðlind sem æ fleiri þjóðir snúa sér að í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti.


EFLA býður upp á heildarþjónustu við athuganir og hönnun á vatnsaflsvirkjunum, allt frá frumathugunum til framkvæmdaeftirlits og gangsetningar.

Tengiliðir

Í náinni framtíð mun vatnsafl gegna lykilhlutverki í stuðningi við uppbyggingu á öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum sem krefjast reiðuafls, svo sem vindorku og sólarorku.

Sérfræðingar EFLU búa yfir alhliða þekkingu og víðtækri reynslu í athugunum og hönnun á virkjunarkostum við breytilegar og oft mjög krefjandi umhverfisaðstæður. Þekking og reynsla EFLU byggist m.a. á athugunum á flóknum og breytilegum jarðfræðiaðstæðum, háu jarðskjálftaálagi, hamfaraflóðum vegna eldgosa undir jöklum, undirkældu vatni og myndun grunnstinguls, jökulám og aurburði þeirra.

EFLA leitast ávallt við að finna öruggar og hagkvæmar lausnir fyrir öll verkefni og hanna vatnsaflsvirkjanir með hag náttúru og samfélags að leiðarljósi með því að lágmarka áhættu við framkvæmd og rekstur.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Verkefnisstýring og áhættugreiningar
  • Kostnaðaráætlanir, virðisaukagreiningar og áætlanagerð
  • ÖHU og MÁU
  • Steypuprófanir, jarðvegs- og berggrunnsathuganir
  • Sértækar jarðskjálftagreiningar
  • For- og frumathuganir virkjunarkosta
  • Verkhönnun
  • Útboðs- og lokahönnun
  • Rýni á tilhögun framkvæmda
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Meðhöndlun ágreinings og aukakrafna
  • Endurnýjun og viðhald

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei