Iðnaður

Jarðvarmi og jarðfræðirannsóknir í Tyrklandi

Maspo Enerji, Jarðvarmavirkjun, segulsviðsmælingar, framkvæmdaáætlun, Rannsóknarverkefni

EFLA var fengin til að yfirfara allar jarðfræðirannsóknir og skýrslur um mögulega nýtingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu fyrir Maspo Enerji í Tyrklandi. Hlutverk EFLU var að staðfesta hugmyndalíkan út frá nýjum segulsviðsmælingum og staðsetja næstu vinnsluholur til að ná að lágmarki 25 MWe raforkuframleiðslu. 

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Maspo Enerji

Verktími
2014 - 2015

Staðsetning
Gidis Graben, Tyrkland

Tengiliður

Um hvað snýst verkefnið

Maspo Enerji keypti jarðhitaréttindi af MTA í Tyrklandi sem hafði rannsakað jarðhitasvæðið ítarlega áður en boranir hófust. MTA boruðu nokkrar borholur og töldu að svæðið myndi standa undir 100 MWe raforkuframleiðslu. Eftir að Maspo tók við verkefninu voru boraðar tvær vinnsluholur til að staðfesta orkuvinnslugetu austurhluta vinnslusvæðisins.

Þá voru efnagreiningar yfirfarnar og afköst mæld á núverandi vinnsluholum ogorkulíkan sett upp fyrir vinnslurás sem miðast við tvo 12,5 MWe tvívökva (Binary) áfanga.

Umhverfismál

Prófanir á vinnsluholum eru framkvæmdar í samræmi við tyrknesk lög sem eru frábrugðin reglum og venjum á Íslandi. Öllum vinnsluvökva, sem þarf til að reka 12,5 MWe virkjun, verður að skila aftur 100% í jarðhitageyminn en gösum er hleypt út í andrúmsloftið. Vegna mögulegrar útfellingar á steinefnum í vinnsluvökva þá er gert ráð fyrir að dæla íblöndunarefnum í borholuna til að hindra útfellingu. 

Hlutverk EFLU

Maspo óskaði eftir að EFLA skoðaði fyrirliggjandi gögn um allar rannsóknir og prófanir sem voru gerðar á svæðinu og endurskoða hugmyndlíkan fyrir raforkuvinnslu. EFLA samdi við Maspo ásamt Geologica en William Cumming og Isor voru innan handar við að rýna niðurstöður og skýrslur. 

Hlutverk teymis EFLU var að stjórna prófunum á borholum, reikna vermi, gera kostnaðarmat og leggja fram líkan til staðfestingar á að fyrirliggjandi borholur standi undir 12,5 MW tvívökva (Binary) orkuveri. EFLA aðstoðaði Maspo einnig í viðræðum um fjármögnun og við skilgreiningar vegna útboða á búnaði og verkum.  


Var efnið hjálplegt? Nei