Viðhaldsstjórnunarkerfi hjá Isavia
Fiix, Fix, Viðhald, Vélbúnaður
Hjá Isavia setti EFLA nýverið upp viðhaldsstjórnunarkerfi fyrir færibandakerfi, landgöngubrýr og annan tæknibúnað sem heldur alfarið utan um viðhald á vélbúnaði.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Isavia
Verktími
2018
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur
Tengiliður
Kristleifur GuðjónssonVerkefnastjóri / IPMA C-vottunSími: +354 412 6070 / +354 665 6070Netfang: kristleifur.gudjonsson@efla.is
Um hvað snýst verkefnið
Viðhaldsstjórnunarkerfið Fiix heldur utan um verkbeiðnir, eignir og viðhaldssögu þeirra ásamt því að geta galdrað fram hvers kyns skýrslur, haldið utan um verkefni, kostnað og viðhaldsáætlanir í heild sinni.
Verkefnið gekk út á að ná utan um alla þá vinnu sem fer í að viðhalda eignum á borð við færibandakerfi og landgöngubrýr. Hlutverk EFLU var að stýra verkefninu og setja upp Fiix ásamt því að miðla kunnáttu til Isavia svo fyrirtækið geti rekið kerfið án utanaðkomandi hjálpar.
Notendavænn gagnabanki
EFLA setti upp hugbúnað og smíðaði gagnabanka sem settur inn í kerfið. Gagnabankinn var áður geymdur í skjalamöppum og ýmist í PDF eða Excel skjölum. Þeim gögnum var umbreytt yfir á notendavænt form sem svo eru nýtt til þess að forrita reglubundið viðhald eignanna.
Þegar kemur að reglubundnu viðhaldi framleiðir kerfið sjálfkrafa staðlaðar verkbeiðnir á tilgreindum tíma og þegar þeim er lokað eru verkbeiðnirnar geymdar í viðhaldssögu eignanna. Allar eru þessar upplýsingar geymdar örugglega í skýinu og eru aðgengilegar notendum hvar og hvenær sem er.
Skjáskot frá viðhaldsstjórnunarkefi Isavia.
Hlutverk EFLU
Verkþættir
- Verkefnastjórnun
- Innleiðing viðhaldsstjórnunarkerfis
- Uppbygging gagnabanka
Ávinningur verkefnis
Með innleiðingu viðhaldsstjórnunarkerfinu eykur Isavia rekstraröryggi, með meiri uppitími véla, ásamt því að minnka aðkomu starfsmanna í utanumhaldi og kostnaði við reglubundið viðhald. Einnig hefur Isavia nú frábæra yfirsýn yfir stöðu verkbeiðna og viðhaldssögu véla.