Undirgöng.

Norðfjarðargöng

Norðfjörður Samgöngur og innviðir

EFLA sá um hönnun og ráðgjöf vegna allra kerfa Norðfjarðarganga eins og rafkerfi, stjórnkerfi, lýsingu, fjarskiptakerfi, loftræsingu, neyðarstjórnun og öryggismál.

Viðskiptavinur
  • Vegagerðin
Verktími
  • 2012 - 2017
Þjónustuþættir
  • Jarðgöng
  • Loftræsihönnun
  • Lýsingarhönnun
  • Raflagnahönnun
  • Veg- og gatnalýsing

Um hvað snýst verkefnið

Norðfjarðargöng liggja á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, eru 7,9 km löng og voru opnuð 11. nóvember 2017. Þetta er mikil samgöngubót fyrir íbúa og vegfarendur í nágrannabyggðarlögum Fjarðabyggðar.

EFLA hefur mikla reynslu af jarðgangagerð í Noregi og sérfræðingar á sviðinu eru vel í stakk búnir að yfirfæra þekkingu og lausnir við útfærslu verkefna af þessari stærðargráðu.

Lýsingarhönnun
Mikið var lagt upp úr góðri lýsingarhönnun í göngunum og voru notuð LED ljós við hönnunina en Norðfjarðargöngin eru meðal fyrstu jarðganga hér á landi fyrir almenna umferð sem eru lýst með slíkum ljósum. EFLA hannaði einnig LED kantlýsingu í göngunum þar sem hvít birtan nýtur sín og lýsir upp veglínuna á 25 m millibili. Í göngunum eru einnig umferðarskilti upplýst með LED ljósum.

Með því að nota LED ljós verður lýsingin bæði bjartari og hvítari og með mun betri litaendurgjöf. Umferðarskiltin sjást betur og kantlýsingin sýnir vel veginn framundan.

Fjarskiptakerfi
Til að tryggja enn frekar öryggi vegfarenda í göngunum voru FM endurvarpar settir upp þannig að hægt væri að koma skilaboðum til vegfarenda í gegnum útvarpstæki. Einnig er fyrir hendi í göngunum GSM og TETRA samband.

Allt fjarskiptasamband í göngunum fer í gegnum lekastreng (loftnetsstreng) sem liggur eftir endilöngum göngunum. Allt netsamband í göngunum er byggt upp með ljósleiðara sem er lagður í þar til gerðum ljósleiðararörum.

Hlutverk EFLU

  • Hönnun og ráðgjöf vegna rafkerfavæðingar
  • Hönnun og forritun stjórnkerfa
  • Lýsingarhönnun í göngum með LED ljósum
  • Fjarskiptakerfi
  • Loftræsing
  • Neyðarstjórnun og öryggismál

Ávinningur verkefnis

Með tilkomu Norðfjarðarganga er leiðin milli Neskaupsstaðar og Eskifjarðar stytt um fjóra km og hefur vegfarendum og íbúm á svæðinu verið tryggður öruggari samgöngumáti.

Göngin styðja við uppbyggingu á þjónustu- og atvinnusvæði Fjarðabyggðar og leysa af hólmi erfiðan fjallveg um Oddsskarð sem hefur nú verið lokað.

Viltu vita meira?