Endurnýjun Grensásvegar með hjólastígum
Malbikun, Grensásvegur, Hjólastígar, Gatnagerð
Hjólastígur milli Miklubrautar og Bústaðavegar var gerður sumarið 2016 samhliða fækkun akreina niður í eina í hvora átt.
EFLA hannaði og sá um gerð útboðsgagna vegna framkvæmdanna.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Reykjavíkurborg
Verktími
2016 - 2017
Staðsetning
Reykjavík
Tengiliður
Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir Skipulagsfræðingur M.Sc. Sími: +354 412 6073 / +354 665 6073 Netfang: elin.rita.sveinbjornsdottir@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Akreinum Grensásvegar á um 750 m löngum kafla milli Miklubrautar og Bústaðavegar var fækkað niður í eina í hvora átt og malbikaðir hjólastígar lagðir samsíða götunni báðum megin. Auk þess voru gangstéttar og götulýsing endurnýjuð, biðstöðvar Strætó lagfærðar, trjám plantað og bekkjum komið fyrir.
Þessar breytingar kölluð á lokun niðurfalla og lagningu nýrra, endurlögn á 30 km/klst hliðum og fleira. Rafstrengir götulýsingar voru endurnýjaðir sem og háspennustrengur á stuttum kafla. Vatnsveitu- og hitaveitulagnir voru einnig endurnýjuð á kafla.
Gróðurhönnun var í höndum Teiknistofunnar Storðar, hönnun gangbrautar- og umferðarljósa í höndum Vinnustofunnar Þverár og hönnun götulýsingar, rafmagns, vatns- og hitaveitu í höndum Veitna.
Hlutverk EFLU
- Verkefnastýring og samhæfing með ytri aðilum verksins
- Plan- og hæðarhönnun hjólastíga, gangstétta og biðstöðva strætó
- Hönnun á yfirborðsfrágangi fasts yfirborðs
- Mælingar
- Dren og meðhöndlun yfirborðsvatns
- Magntaka og kostnaðaráætlun
- Gerð útboðs- og verklýsingar
- Skipulag framkvæmdar
Ávinningur verkefnis
Tilgangurinn með framkvæmdum var að gera götuna meira aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og um leið var aðgengi og umferðaröryggi sama hóps bætt.
Nýi hjólastígurinn við Grensásveg.
Trjám var komið fyrir milli gatna og þvera veginn.
Nýi hjólastígurinn við Grensásveg.