Vegur í borg með gróðureyju á milli akreina.

Endurnýjun Grensásvegar með hjólastígum

ReykjavíkSamgöngur og innviðir

Hjólastígur milli Miklubrautar og Bústaðavegar var gerður sumarið 2016 samhliða fækkun akreina niður í eina í hvora átt. EFLA hannaði og sá um gerð útboðsgagna vegna framkvæmdanna.

Viðskiptavinur
  • Reykjavíkurborg
Verktími
  • 2016 - 2017
Þjónustuþættir

Um hvað snýst verkefnið

Akreinum Grensásvegar á um 750 m löngum kafla milli Miklubrautar og Bústaðavegar var fækkað niður í eina í hvora átt og malbikaðir hjólastígar lagðir samsíða götunni báðum megin. Auk þess voru gangstéttar og götulýsing endurnýjuð, biðstöðvar Strætó lagfærðar, trjám plantað og bekkjum komið fyrir.

Þessar breytingar kölluð á lokun niðurfalla og lagningu nýrra, endurlögn á 30 km/klst hliðum og fleira. Rafstrengir götulýsingar voru endurnýjaðir sem og háspennustrengur á stuttum kafla. Vatnsveitu- og hitaveitulagnir voru einnig endurnýjuð á kafla.

Gróðurhönnun var í höndum Teiknistofunnar Storðar, hönnun gangbrautar- og umferðarljósa í höndum Vinnustofunnar Þverár og hönnun götulýsingar, rafmagns, vatns- og hitaveitu í höndum Veitna.

Hlutverk EFLU

  • Verkefnastýring og samhæfing með ytri aðilum verksins
  • Plan- og hæðarhönnun hjólastíga, gangstétta og biðstöðva strætó
  • Hönnun á yfirborðsfrágangi fasts yfirborðs
  • Mælingar
  • Dren og meðhöndlun yfirborðsvatns
  • Magntaka og kostnaðaráætlun
  • Gerð útboðs- og verklýsingar
  • Skipulag framkvæmdar

Ávinningur verkefnis

Tilgangurinn með framkvæmdum var að gera götuna meira aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og um leið var aðgengi og umferðaröryggi sama hóps bætt.