Verkefnastjórnun

Öll verkefni kalla á sérhæfða verkefnastjórnun sem tekur mið af stærð, umfangi og flækjustigi hverju sinni. EFLA leggur metnað sinn í að byggingarframkvæmdum ljúki innan gefins tímaramma og að þær standist kostnaðaráætlun.

Boats sailing near  Harpa building

Aðferð verkefnastjórnunar

Árangursríkar framkvæmdir einkennast af nákvæmri skipulagningu. Verkefnastjórar EFLU aðstoða viðskiptavini við að móta skýra stefnu og setja sér markmið fyrir verkefni sitt. Í sérhverju verkefni felst áhætta sem ráðgjafar EFLU meta og greina til að taka fyrirfram á málum í stað þess að bregðast við eftir á. Öllum aðilum verkefnisins er haldið upplýstum og tryggt að með leiðandi stjórnun sé komið í veg fyrir árekstra, kostnaðarauka og tafir. Teymi EFLU skarar fram úr þegar kemur að verkefnaáætlunum, kostnaðar- og tímastjórnun, framkvæmdaáætlunum og eftirliti, byggingar- og breytingastjórnun og fleiru. Fyrir utan almenna verkefnastjórnun sérhæfum við okkur einnig í framkvæmdastjórn, eftirliti, byggingastjórn, áætlanagerð, útboði, samningastjórnun, LCC greiningu, hagkvæmniathugunum, innkaupum, úttektum, gangsetningu, áhættustýringu og greiningu.

Sérhæfð verkefnastjórnun

EFLA býður upp á alhliða þjónustu til að auka skilvirkni byggingaframkvæmda. Lögð er áhersla á framúrskarandi samskipti og samvinnu, tryggt að allir hagsmunaaðilar séu upplýstir í öllu ferli verkefnisins og með leiðandi stjórnun komið í veg fyrir árekstra, umframkostnað og tafir. Nýjustu aðferðum verkefnastjórnunar er beitt á stór og smá verkefni til að tryggja farsæla niðurstöðu fyrir viðskiptavini. Við hjá EFLU vitum að kostnaður og tími haldast í hendur og því er mikil áhersla lögð á að fylgjast vel með þeim þáttum og virkri áhættustýringu beitt. Með markvissri stjórnun er tryggt að breytingar sem kunna að verða á verkefninu valdi sem minnstri truflun og óvissu.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Framkvæmdastjórnun
  • Verkefnastjórnun
  • Eftirlit
  • Öryggiseftirlit
  • Áhættugreiningar
  • Áhættustjórnun
  • Kostnaðaráætlanir
  • LCC greiningar
  • Tímaáætlanir

Árangur verkefnastjórnunar

Verkefnastjórar EFLU leggja metnað sinn í að skilgreina vel stefnu í upphafi verkefnis ásamt viðskiptavini, leggja grunn að góðri skipulagningu, áætlanagerð, hvatningu og stýringu, með það að leiðarljósi að ná settum markmiðum á réttum tíma og að lágmarka kostnað. EFLA hefur stýrt stórum og smáum verkefnum af ýmsu tagi á borð við hátæknisetur Alvotech, endurbyggingu afriðla fyrir Alcoa Fjarðaál, eftirlit með endurnýjun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli og byggingu PCC á Bakka við Húsavík.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU