Byggingarstjórnun og eftirlit

Starfsfólk EFLU hefur umfangsmikla reynslu af verkefnastjórnun og gæðaeftirliti. Við sérhæfum okkur í byggingarstjórnun mannvirkja og gætum þess að allri hönnun sé fylgt og að unnið sé samkvæmt verkgögnum.

Interior of a concrete building with metal railing

Framúrskarandi byggingareftirlit

Starfsmenn EFLU hafa mikla reynslu af því að starfa sem byggingarstjórar við framkvæmdir bæði stærri og minni mannvirkja. Mikil áhersla er lögð á að við byggingarframkvæmdina sé ávallt farið eftir lögum og reglugerðum og verða allir starfsmenn sem koma að verkinu að fylgja verklýsingum. Byggingarstjóri sinnir einnig gæðaeftirliti fyrir eiganda mannvirkjanna. Framkvæmdaeftirlit er hagsmunagæsla fyrir verkkaupa, sem felst í að hafa umsjón með því að verk sé unnið samkvæmt verklýsingu og fylgja kostnaðaráætlunum. Allt frá stofnun EFLU hefur fyrirtækið verið þekkt fyrir að veita ferska, hagkvæma og árangursmiðaða þjónustu og lausnir við stjórnun framkvæmda og eftirlit með þeim.

Góður árangur í fyrri verkefnum

Markvisst framkvæmda- og verkeftirlit sem byggir á áratuga reynslu og mikilli þekkingu tryggir að framkvæmdir uppfylli sem best væntingar verkkaupa. Virkt eftirlit tryggir að kostnaður fari ekki úr böndum og að tímaáætlanir standist. EFLA hefur borið ábyrgð á byggingarstjórnun stórra framkvæmda, t.d. byggingu nýs afriðils hjá Alcoa Fjarðaáli, breytingu á brottfararsal Keflavíkurflugvallar fyrir Isavia og byggingu nýs afriðils, stækkun aðveitustöðvar hjá Norðuráli, byggingu Hörpu tónlistarhúss og PCC á Bakka við Húsavík.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Verkefnastjórnun
 • Byggingarstjórn
 • Eftirlit
 • Kostnaðaráætlanir
 • Gerð útboðsgagna
 • Öryggismál
 • Skipulag eftirlits
 • Samskipti
 • Skjalastjórnun
 • Verkgæði
 • Efnissamþykktir
 • Breytingastjórnun
 • Verkframvinda
 • Kostnaðareftirlit
 • ÖHU (öryggi, heilbrigði og umhverfi) eftirlit

Reynslumikið starfsfólk

Starfsfólks EFLU tryggir að byggingarframkvæmdinni sé vandlega stjórnað og að farið sé að hönnun og reglugerðum. Reyndir byggingarstjórar EFLU hafa haft umsjón með bæði stórum og smáum verkefnum og nýta reynslu sína af fremsta megni til að tryggja bestu útkomuna fyrir viðskiptavini. Niðurstaðan eru hágæða- og öruggar byggingar.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU