Vistvottun bygginga

EFLA hefur verið brautryðjandi í vistvænni hönnun og vottun bygginga hérlendis og veitir öfluga ráðgjöf þar að lútandi.

Entrance to a modern wooden building, stairs leading up to the main entrance, blue sky in the background

Lágmarks áhrif á umhverfið

Markmið vistvænnar hönnunar og vottunar er að byggingar og innviðir hafi sem minnst umhverfisáhrif á líftíma sínum, hafi lágt kolefnisspor, séu heilsusamleg fyrir notendur og að viðhaldsþörf sé sem minnst. EFLA hefur á að skipa vottuðum BREEAM matsaðilum og ráðgjöfum á hönnunarstigi (AP) og er auk þess með sérfræðinga sem koma að ráðgjöf tengdri vottun, t.d. fyrir hljóðvist, orkunýtingu og minnkun úrgangs. Áberandi verkefni sem EFLA hefur fullvottað eru t.d. Sjúkrahótel Landspítala, Hakið á Þingvöllum og fleiri mætti telja. Auk þess vinnur EFLA Svansvottanir fyrir byggingar, veitir ráðgjöf og sinnir verkefnastjórnun. Viðurkenndir matsaðilar EFLU sérhæfa sig í ferli BREEAM vottana og veita leiðbeiningar um tæknilausnir og sjálfbærni á ýmsum sviðum.

Leiðandi í umhverfisvænum vottunum

EFLA skarar fram úr þegar kemur að vistvænni hönnun og umhverfisvottunum og er brautryðjandi sjálfbærra byggingaraðferða. Sérfræðiþekking okkar felst í því að lágmarka umhverfisáhrif og tryggja vellíðan notenda með því að nota vistvottunarkerfi á borð við BREEAM. Með áherslu á umhverfisstjórnun, orkunýtingu og efnisval er EFLA leiðandi í sjálfbærum byggingarlausnum. Þar að auki býr starfsfólk EFLU yfir sérfræðiþekkingu á Svansvottunum og styðst við lífsferilsgreiningar til að meta þætti eins og kolefnisspor byggingarefna, framkvæmdatíma, rekstur og förgun bygginga. Með þessa þekkingu í farteskinu höfum við færi á að veita viðskiptavinum okkar sjálfbær mannvirki sem standast tímans tönn.

Meðal þjónustusviða eru:

 • Rafkerfi og lýsing
 • Lagnir og loftræsikerfi
 • Orkunýtni
 • Hljóðvistar- og efnisval
 • Frárennslismál og úrgangsmál
 • Loftmengun
 • Endurheimt vistfræðilegra gilda á lóð
 • Grænar lausnir fyrir þök
 • Vistvænar samgöngur og hönnun hjóla- og göngustíga
 • Umhverfis- og öryggisstjórn á verktíma
 • Líftímakostnaðargreiningar (LCC)
 • Lífsferilsgreiningar (LCA)
 • Kerfisbundinn frágangur (virkni- og viðtökuprófanir)
 • Ráðgjöf við vistvottun með viðurkenndum BREEAM matsaðilum

Sjálfbærar byggingarlausnir

Sérfræðiþekking EFLU á vistvænni hönnun leiðir til minni umhverfisáhrifa mannvirkja og innviða, ásamt því að skapa betri innivist, stuðla að jákvæðri ímynd og auka vellíðan notenda. Vinnulag við vistvæna hönnun kallar á samþættari hönnun bygginga, sem skilar sér í enn betra mannvirki. Þar að auki samræmist vistvæn hönnun sjálfbærnimarkmiðum fyrirtækja og opinberra aðila. Erlendis hefur verið sýnt fram á að virði bygginga sem hannaðar eru með vistvænum hætti eykst. Engar rannsóknir liggja þó fyrir hérlendis enn sem komið er.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU