Samgöngur

Jarðgöng í Færeyjum

Árnarfjarðar- og Hvannasundstunnilin, Færeyjar

Hönnun, forritun og gangsetning á umferðarstýringu fyrir stór farartæki  í einbreiðum jarðgöngum.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Landsverk, Færeyjum

Verktími
2015 - 2016

Staðsetning
Borðoy, Færeyjum

Tengiliður

  Um hvað snýst verkefnið

  Árnarfjarðar- og Hvannasundsgöngin eru einbreið jarðgöng á Borðoy í Færeyjum. Göngin voru byggð á árunum 1964-1967 og eru þau 1680 m og 2120 m löng og með útskotum á um 100 m millibili. Á milli ganganna er stuttur vegkafli í Árnafirði.

  Verkefnið fólst í að hanna, forrita og gangsetja umferðarstýringarkerfi fyrir jarðgöngin. Kerfið skynjar og stýrir stærri ökutækjum sem aka um göngin án þess að hafa áhrif á umferð smærri bíla sem þar aka um.

  Skynjarar sem nema lengd ökutækja

  Við enda ganganna eru skynjarar sem nema lengd ökutækjanna þannig að þegar stórt ökutæki ekur þar um kveiknar á ljósatöflu við hinn enda ganganna sem gefur til kynna að stór bíll sé að aka um göngin. Stórir bílar og bílar með tengivagna þurfa því að stöðva við skiltið, en minni bílar aka áfram þar sem þeir geta mætt stórum ökutækjum í útskotum ganganna. Einungis er leyfður akstur tveggja stórra ökutækja samtímis, í hvorum göngum fyrir sig. 

  Kerfið er byggt fyrir framtíðar hæðarmælingar sem gerir viðvart á ljósatöflu ef ökutæki eru of há.

  Landsverk og lögreglan geta fjarstýrt lokun fyrir alla umferð á göngunum ef svo ber undir.

  Hlutverk EFLU

  • Ráðgjafi verkkaupa við framkvæmdina
  • Hönnun, forritun og gangsetning á umferðarstýringarkerfi

  Verkþættir

  Ávinningur verkefnis

  Öruggari samgöngmáti um göngin. Þá býður kerfið upp á að hægt er að loka göngunum fyrir allri umferð og þannig getur lögreglan stýrt umferðinni.

  Jarðgöngin í Árnafirði ásamt umferðarskiltinu

  Séð inn í gangamunnan

  Gangarmunninn eru ekki stór

  Unnið við uppsetningu umferðarskiltis

  Aðkoman að göngunum

  Yfirlitsmynd af svæðinu sem sýnir hvar göngin liggja  Var efnið hjálplegt? Nei