Neðansjávarjarðgöng í Noregi
Tromsøysundtunnelen, Statens Vegvesen, Norðursvæði, Noregur
Endurnýjun á rafbúnaði, lýsingu, fjarskiptabúnaði, umferðarstýringum og fl. í neðansjávargöngum.
Upplýsingar um verkefnið
Verkkaupi
Statens Vegvesen, Norðursvæði, Noregi
Verktími
2012 - 2017
Staðsetning
Tromsø og Tomasfjord, Noregi
Tengiliður
Kristinn Hauksson Rafeindatæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6151 / +354 665 6151 Netfang: kristinn.hauksson@efla.is Reykjavík
Um hvað snýst verkefnið
Tromsøysundtunnelen eru tvenn neðansjávarjarðgöng, 3.500 m og 3.386 m að lengd, og liggja milli Breivika á Tromsø og Tomasjord í Noregi. Milli ganganna eru 15 bílgeng flóttagöng. Göngin voru opnuð 1994.
Verkefnið fólst í endurhönnun á öllum rafmagns-, lýsinga-, neyðar-, stjórn-, eftirlits- og fjarskiptakerfum ganganna. Auk þess þurfti að endurnýja alla kapalstiga, tæknirými voru stækkuð og endurbyggð ásamt því að nýtt dæluhús var byggt í göngunum.
Vararafstöð ganganna var fjarlægð en þess í stað voru göngin fædd með tvöfaldri veituspennu. Setja þurfti upp nýjan spenni 11/22 kV til að aðlaga háspennukerfi ganganna að nýrri veituspennu.
Endurnýjaður var allur raf- og stjórnbúnaður í göngunum. Lýsing ganganna var endurnýjuð og aukin til mikilla muna. Sett var upp neyðarlýsing í loft og á veggi ganganna.
Myndavélaeftirlit er í göngunum með radarskynjun sem gefur viðvaranir til vakstöðvar um óeðlileg atvik í göngunum.
Komið var upp umferðarstýringu með bómum og ljósum þar sem hægt er að stjórna umferðinni í göngunum, snúa henni við, leyfa eingöngu umferð á annarri akreininni í hvorum göngun fyrir sig eða að loka göngunum alveg.
Hlutverk EFLU
- Ráðgjafi verkkaupa við framkvæmdina
- Hönnun raf-, stýri-, lýsinga- og fjarskiptakerfa í jarðgöng
- Hönnun steyptra tæknirýma og dæluhúss
- Bruna og öryggismál