Undirgögn fyrir bílaumferð.

Vaðlaheiðargöng

AkureyriSamgöngur og innviðir

EFLA var eftirlitsaðili með framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng sem eru 7,2 km löng göng milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals.

Viðskiptavinur
  • Vaðlaheiðargöng hf.
Verktími
  • 2013 - 2019
Þjónustuþættir
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Jarðgöng
  • Jarðtækni og grundun
  • Jarðtæknirannsóknir

Um hvað snýst verkefnið

EFLA hefur umsjón og verkeftirlit með framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng í samstarfi við Geotek en þessi fyrirtæki unnu einnig saman við gerð Bolungarvíkurganga.

Gröftur jarðganga undir Vaðlaheiði hófst vorið 2013 og var gegnumbrot ganganna vorið 2017. Verktaki við gangagerðina er Ósafl sem er dótturfélag ÍAV-Marti. Göngin verða um 7,2 km í bergi en því til viðbótar verða 272 m vegskálar.

Ófyrirséðir atburðir

Margvíslegir ófyrirséðir atburðir hafa átt sér stað við gerð gangana og hefur það seinkað verulega gerð þeirra. Í febrúar 2014 opnaðist vatnsæð inn í göngin Eyjafjarðarmegin með rúmlega 40C heitu vatni. Þá tóku við umfangsmiklar bergþéttingar og aðgerðir til að bæta vinnuaðstæður í göngunum. Eftir það hélt vinnan áfram en þess má geta að mestur hiti í göngunum mældist um 65C.

Göngin eru einnig grafin úr Fnjóskadal en eftir 1,5 km fóru göngin í gegnum umfangsmikið brotabelti sem varð til þess að stafn ganganna hrundi saman. Mikið vatn flæddi inn í göngin í kjölfarið þannig að vinna stöðvaðist um nokkurt skeið. Áskoranir við framkvæmdirnar eru því miklar en þykk setlög og óstöðugt berg í göngunum útheimtir miklar bergstyrkingar.

Hlutverk EFLU

Framkvæmdaeftirlit með jarðgangagerð, steyptum mannvirkjum, vegagerð, lögnum og rafkerfum.

Ávinningur verkefnis

Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km.

Viltu vita meira?