Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir veitumannvirki vatnsveitu Mosfellsbæjar. Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel í landslagið en framkvæmdin eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar til muna.
Um hvað snýst verkefnið
Vatnstankurinn í Úlfarsfellshlíðum eykur rekstraröryggi vatnsveitunnar í Mosfellsbæ og heldur uppi viðeigandi þrýstingi fyrir efri byggðir. Tankurinn er 2000 m3 að stærð í einu hólfi en er hannaður þannig að hægt er að bæta við öðru jafn stóru hólfi síðar.
EFLA sá um alla verkfræðiráðgjöf fyrir alla þrjá áfanga verkefnisins. Í því fólst kerfisgreining vatnsveitu, for- og verkhönnun og gerð allra útboðsgagna.
Umhverfismál
Mikil áhersla var lögð á að mannvirkið myndi falla vel inn í landslagið og verða fallegur hluti af útvistarsvæðinu í Úlfarsfelli. Við hönnun, frágang og landmótun voru þessi atriði höfð að leiðarljósi en að sama skapi var ávallt hugað að því að skerða ekki nauðsynlega aðkomu að þessu stóra veitumannvirki.
Ávinningur verkefnis
Nýi vatnstankurinn kemur til með að auka rekstraröryggi vatnsveitunnar í Mosfellsbæ ásamt því að halda uppi viðeigandi þrýstingi fyrir efri byggðir.
Hlutverk EFLU
EFLA kom að verkefninu á öllum stigum þess.
- Kerfisgreiningar vatnsveitu og forathugun
- Forhönnun
- Verkhönnun
- Landslagshönnun
- Útboðsgögn allra áfanga
- 1 / 4
- 2 / 4
- 3 / 4
- 4 / 4