EFLA á alþjóðlegri brunaráðstefnu

09.06.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Nýverið kynntu tveir starfsmenn EFLU verkfræðistofu, Atli Rútur Þorsteinsson og Böðvar Tómasson, nýja fræðigrein um brunahönnun frystigeymslna á brunahönnunarráðstefnu SFPE (Society of Fire Protection Engineers), sem eru alþjóðleg samtök brunaverkfræðinga.

EFLA á alþjóðlegri brunaráðstefnu

Yfirskrift ráðstefnunnar var The 11th International Conference on Performance-Based Codes and Fire Safety Design Methods eða markmiðshönnun brunavarna. Um er að ræða stærstu brunahönnunarráðstefnu í heiminum sem að þessu sinni var haldin í Varsjá, Póllandi.

Á ráðstefnunni voru kynntar nýjustu aðferðir, reglur og staðlar í brunahönnun auk hönnunardæma og rannsókna en á undanförnum tuttugu árum hafa þessar ráðstefnur skipað sér í fremstu röð þegar kemur að nýjungum.

Grein EFLU bar heitið Performance-Based Fire Safety Design of Cold StoragesPerformance-Based Fire Safety Design of Cold Storages og sneri að fræðilegri nálgun við brunahönnun og notkun þrívíðra bruna- og reykflæðilíkana til að meta brunahættu og þörf á brunavörnum í kæli- og frystigeymslum. Útreikningar og aðferðir EFLU sem voru kynntar varpa enn frekara ljósi á brunaálag og brunaþróun í því einstaka umhverfi sem kæli- og frystigeymslur eru með tilliti til bruna. Fjallað var sérstaklega um hvernig megi beita ítarlegum bruna- og reykflæðigreiningum til að lágmarka kostnað við brunavarnir og gefa skýrari mynd af því öryggi sem er til staðar fyrir fólk, eignir og viðbragðsaðila. Þá notaði EFLA tækifærið og hvatti til enn frekari rannsókna á þessu sviði.

Fræðilegar rannsóknir og greinar renna styrkum stoðum undir brunahönnun og áhættugreiningar EFLU verkfræðistofu og tryggja enn betur að hönnun mannvirkja verði eins og best verður á kosið með tilliti til hagkvæmni og öryggis.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Atla Rút Þorsteinsson, starfsmann bruna- og öryggissviðs EFLU, flytja erindið á ráðstefnunni SFPE í Varsjá, Póllandi.

Útdráttur úr greininni