EFLA á Lagarlífi 2022

19.10.2022

Fréttir
A portrait of a man with glasses

Brynjar Bragason, rafmangsverkfræðingur á iðnaðarsviði EFLU, verður með fyrirlestur um Orkuskipti í sjókvíaeldi.

EFLA tekur þátt í fagráðstefnunni Lagarlíf 2022, áður kölluð Strandbúnaður, sem verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 20.-21. október. Þar verður boðið upp á fyrirlestra og kynningar um eldi og ræktun í sjávarútvegi.

EFLA á Lagarlífi 2022

EFLA verður með bás á sýningarsvæði ráðstefnunnar þar sem gestir eru boðnir velkomnir til að ræða margs konar mál sem tengjast lausnum fyrirtækisins í fiskeldi og -ræktun. Einnig verður Brynjar Bragason, rafmangsverkfræðingur á iðnaðarsviði EFLU, með fyrirlestur um orkuskipti í sjókvíaeldi. Fyrirlestur Brynjars verður kl. 12:10 föstudaginn 21. október í salnum Gullteigi.

Við hlökkum til að taka á móti og spjalla við gesti á ráðstefnunni.

Hérna má finna fleiri upplýsingar um sjávarútvegslausnir EFLU.

A graphic design with Icelandic text overlaid on a background featuring a blend of dark and light hues with a wavy pattern