Starfsfólk EFLU mun taka virkan þátt í Samorkuþinginu sem verður haldið á Akureyri dagana 9.-10. maí. Metfjöldi þátttakenda verður á þinginu í ár og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á básinn okkar í Hofi sem verður staðsettur rétt við kaffihús staðarins.
Erindi starfsfólks EFLU eru eftirfarandi:
Kolefnisspor raforkuframleiðslu á Íslandi
Helga J. Bjarnadóttir
Beislun vindorku: Næsta iðnaðarbylgja Íslandssögunnar
Hafsteinn Helgason
Uppbygging kerfislíkana og flöskuhálsgreiningar í fráveitu
Elín Inga Knútsdóttir
BIM líkön fyrir háspennulínur
Steinþór Gíslason
Orkuskipti í skipum
Ágústa Steinunn Loftsdóttir
Undanfarin ár hefur EFLA tekið þátt í mikilvægum verkefnum sem snúa að orkuskiptum. Innan raða fyrirtækisins starfa sérfræðingar í fremstu röð þegar kemur að þróun hugbúnaðar- og tæknilausna fyrir aðila sem vilja leiða vegferð orkuskipta og orkunýtingar. EFLA hefur jöfnum höndum tekið þátt í innlendum verkefnum og erlendum samstarfsverkefnum og fylgst þannig vel með alþjóðlegri þróun þessa mikilvæga málaflokks.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um þjónustu og ráðgjöf á vefsíðu EFLU.