Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt á Samorkuþingi sem haldið verður á Akureyri í vikunni. Þar verður starfsfólk m.a. með erindi, málstofur og vinnustofu. Auk þess mun starfsfólk EFLU miðla innsýn sinni í ýmis brýn og spennandi málefni sem snerta orkumál á Íslandi.
Við erum öllum straumum kunnug
Sérfræðingar EFLU búa yfir víðtækri reynslu og djúpstæðri innsýn í orkumál, allt frá stefnumótun og orkuskiptum til hönnunar og þróunar raforkuinnviða um land allt. Með fjölbreyttri þekkingu og öflugri teymisvinnu vinnum við náið með viðskiptavinum að framúrskarandi lausnum sem standast áskoranir samtímans og móta sjálfbæra framtíð. Við nýtum kraft nýsköpunar og verkfræði til að leiða orkuskipti og styðja við trausta og hagkvæma uppbyggingu innviða. Í sameiningu viljum við móta framtíðarsýn í orkumálum.
Sérfræðiþekking EFLU á dagskrá
Fimmtudagur:
- Sýnendamálstofa | Raforkuverð á Íslandi
Fimmtudaginn 22. maí kl. 14:00 | Svalir | Ágústa Steinunn Loftsdóttir
- Raforku- og hitaveituöryggi: Áfallaþolnir orkuinnviðir
Fimmtudaginn 22. maí kl. 15:27 | Hamrar | Hjörtur Jóhannsson
- Möguleikar rafeldsneytis á Íslandi
Fimmtudaginn 22. maí kl. 15:35 | Hamraborg | Ágústa Steinunn Loftsdóttir
Föstudagur:
- Virkjun glatvarma í verksmiðju TDK
Föstudaginn 23. maí kl. 09:30 | Hamrar | Árni Sveinn Sigurðsson
- Sýnendamálstofa | Ný tækni í loftinu: Drónar og mælingar
Föstudaginn 23. maí kl. 10:00 | Svalir | Friðþór Sófus Sigmundsson
- Vindorka - hvernig hún leggst á kerfið
Föstudaginn 23. maí kl. 11:35 | Bíósalur | Hjörtur Jóhannsson
- Vinnustofa um vatnshlot
Föstudaginn 23. maí kl. 13:00 | Hamrar | Helga J. Bjarnadóttir & Snævarr Örn Georgsson
Við hvetjum til samtals og samveru
Samorkuþingið er vettvangur fyrir opna og málefnalega umræðu, þar sem horft er til framtíðar og krafturinn í íslenskum orkugeira kemur skýrt fram. Við hjá EFLU leggjum mikla áherslu á samstarf og samráð og hvetjum alla til að koma við á básnum okkar. Þar má ræða við starfsfólk okkar, spyrja spurninga og taka þátt í samtalinu sem mótar framtíð íslenskrar orku.
Hérna má finna nánari upplýsingar um þátttöku EFLU á Samorkuþingi.