EFLA tilnefnd til Lúðursins

28.02.2019

Fréttir
A brass horn with text the text "LUÐURINN 2018"

EFLA hefur hlotið tilnefningu til Lúðursins 2018 í flokki stafrænna auglýsinga.

ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, hefur tilkynnt hverjir hlutu tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna 2018. EFLA hlaut tilnefningu í flokki stafrænna auglýsinga fyrir talningu Vatnsdalshóla.

EFLA tilnefnd til Lúðursins

Síðastliðið haust lagði EFLA af stað í það verkefni að skoða hvort hægt væri að telja Vatnsdalshóla í Austur Húnavatnssýslu. Framtakið vakti athygli og var það kynnt á vefmiðlum, samfélagsmiðlum og voru efnistökum gerð skil í sjónvarpsþættinum Landanum ásamt því sem gagnvirkur tölvuleikur var útbúinn.

ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, tilkynnti í morgun að auglýsingamiðlun á verkefninu „Hvað eru Vatnsdalshólar margir“ fengi tilnefningu til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, í flokknum stafrænar auglýsingar. Undir þennan flokk fellur stafrænt efni á eigin miðlum, herferðar-heimasíður, lendingarsíður, snjalltækja öpp, farsímavefir, leikjasíður og önnur stafræn auglýsingamiðlun. Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt „frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt.“ Í flokki stafrænna auglýsinga eru fimm verkefni tilnefnd og tilkynnt verður um sigurvegara föstudaginn 8. mars. Nánari upplýsingar um tilnefningarnar.

Hönnun, markaðssetning og auglýsingamiðlun á efni Vatnsdalshóla var í höndum EFLU. Nánari upplýsingar um verkefnið og talningu Vatnsdalshóla.

Green moss covered ground with circular formation

Vatnsdalshólar í Austur Húnavatnssýslu hafa verið taldir út frá tveimur hæðarskilgreiningum.