EFLA verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

26.09.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Sjavarutvegssyningin EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og hafa verkefnin bæði verið fjölbreytt af gerð og umfangi. Þannig hefur EFLA átt aðkomu að ýmiskonar ráðgjöf og lausnum fyrir sjávarútveginn s.s. varðandi fiskeldi, stjórn- og eftirlitskerfi, hljóðvist, orkunýtingu, brunaráðgjöf, umhverfismál og margt fleira.

EFLA verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

EFLA tekur þátt í sjávarútvegssýningunni sem er haldin í Laugardalshöll 28. ? 30. september og verður með sýningarbás í nýju Laugardalshöllinni. Sérfræðingar okkar í sjávarútvegi verða staðsettir við bás EFLU, númer B-17, og hlakka til að taka á móti gestum. Þar gefst tækifæri til að fara yfir þau fjölbreyttu verkefni sem EFLA hefur unnið í gegnum tíðina fyrir sjávarútveginn. Einnig er vettvangurinn tilvalinn til að ræða framtíðarhorfur í þjónustu og nýjum verkefnum tengdum greininni.

Síðustu misseri hefur EFLA unnið að stækkun fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað og byggingu nýs uppsjávarfrystihúss ESKJU á Eskifirði og í því sambandi voru tekin viðtöl við Jón Björn Bragason, fagstjóra í sjávarútvegi hjá EFLU og Einari Andrésson, svæðisstjóra EFLU á Austurlandi.

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU í sjávarútvegi

Viðtal við Jón Björn úr tímaritinu Ægi

Viðtal við Einar úr dagblaðinu Sóknarfæri