Nýr alþjóðlegur vettvangur, Arctic Circle - Hringborð Norðurslóða, heldur sitt fyrsta þing í Hörpu dagana 12.-14. október. Það var Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem ásamt hópi forystufólks í málefnum Norðurslóða, hafði frumkvæði að stofnun þess.
EFLA verkfræðistofa verður á Arctic Circle
Hafsteinn Helgason sviðsstjóri Viðskiptaþróunar EFLU og Robert Howe framkvæmdastjóri Bremenports munu flytja erindi á þinginu um mögulega uppbyggingu athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði (Finnafjord harbour: A new hub in the central north Atlantic), nánar tiltekið á sunnudeginum.
Þingið sækja yfir 900 þátttakendur, m.a. fjölmargir forystumenn í þjóðmálum, alþjóðastofnunum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum frá um 40 löndum, einkum ríkjum Norðurslóða og löndum í Evrópu og Asíu.
Meðal umræðuefna á Arctic Circle verða bráðnum jökla og veðrabreytingar, öryggismál á norðurheimskautinu, olíu og gasboranir, vistvæn þróun og hrein orka, nýjar siglingaleiðir, uppbygging hafna, Norðurslóðaréttur og Hafréttarsáttmálinn, viðskiptasamvinna, fjárfestingar og margt fleira.
Tengill á vefsíðu ráðstefnunnar - Arctic Circle
Áður birtar fréttir um tengt efni: