EFLU-þing á Akureyri: Hvernig líður okkur í byggingum?

18.05.2018

Fréttir
a building with reflective glasses and a section of EFLA website including their logo

EFLU-þing verður haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, þann 7. júní 2018.

Þann 7. júní fer fram EFLU-þing á Akureyri og verður fjallað um áhrif innivistar á heilnæmi bygginga og líðan fólks. Staðreyndin er að við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skiptir miklu máli fyrir heilsu og vellíðan að innivistin sé góð.

Innivist er samnefnari yfir marga samverkandi þætti bygginga s.s. loftgæði, efnisval, raka, hljóðvist, lýsingu og fleira sem hafa áhrif á líðan fólks. Fyrirlesarar eru allir starfsmenn EFLU og starfa við ráðgjöf á sviði innivistar. Markmið EFLU-þings er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni.

Fyrir hverja?

Allir sem hafa áhuga á bættri líðan og innivist í byggingum, fagaðilar eða áhugafólk, eru velkomnir á málþingið. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á vefnum fyrir 4. júní næstkomandi.

Hvar og hvenær?

EFLU-þingið er haldið í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, fimmtudaginn 7. júní frá kl. 13:00-15:30. Í lok málþings er gert ráð fyrir opnum umræðum og fyrirspurnum frá fundargestum er tekið fagnandi.

Dagskrá EFLU-þings

  • 12:45 Hús opnað

  • 13:00-13:30 Loftskipti og loftræsing í byggingum: Hvað er góð innivist og hvernig má auka gæði loftræsingar í byggingum.
  • 13:30-14:00 Getur góð lýsing skapað verðmæti fyrir fyrirtæki? Hver er munurinn á góðri og slæmri lýsingu og hvaða áhrif hefur lýsing á fólk. Hvernig sköpum við gott vinnuumhverfi með vandaðri lýsingu?
  • 14:00-14:15 Kaffihlé
  • 14:15-14:45 Innivist, rakaskemmdir og heilsa

Hverjar eru helstu áskoranir rakaskemmda í húsum. Við hvaða aðstæður myndast mygla og hvað er hægt að gera til að draga úr áhættunni?

  • 14:45-15:15 Hljóðvist og áhrif á líðan

Hljóðeinangrun, góð hljóðvist og áhrif á líðan fólks. Rætt verður um opin vinnurými, kosti þess og galla og hvernig draga má úr hávaða í byggingum.

  • 15:15-15:30 Opnar umræður

Sjá tengda frétt.

Headshot of a man

Óli Þór Jónsson, vélaverkfræðingur

Headshot of a man

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður

Headshot of a woman

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur

Headshot of a man

Ólafur Daníelsson, hljóðvistarsérfræðingur