EFLU-þing: Hringrásarhagkerfið. Miðlum reynslunni

01.10.2021

Fréttir
The photo shows an aerial view of a cityscape with residential area, roads and river, alongside texts in Icelandic

EFLU-þing um hringrásarhagkerfið fer fram 28. október 2021.

Þann 28. október fer fram EFLU-þing um hringrásarhagkerfið. Um er að ræða annars vegar ráðstefnu og hins vegar vinnustofu með því markmiði að fjalla um og styðja við þá sem eru að innleiða hringrásarhugsun í sinni starfsemi.

EFLU-þing: Hringrásarhagkerfið. Miðlum reynslunni til árangurs

Mikilvægi hringrásarhugsunar í rekstri og daglegu lífi er sífellt að verða þýðingarmeira. Með aukinni fræðslu, þekkingu og skilningi er vonast til að hægt sé að ná betri árangri og stuðla að ábyrgari neysluvenjum og framleiðsluaðferðum. Á EFLU-þinginu munu fulltrúar atvinnulífs og hins opinbera halda erindi og ræða stöðu hringrásarhagkerfis á Íslandi og Norðurlöndunum. Viðburðurinn er lokahnykkur í norræna verkefninu Circit en einnig kynning á framhaldsverkefninu CATALY(C)ST, þar sem sérstök áhersla er lögð á ungt fólk í atvinnulífinu. Meginmarkmið þessara norrænu verkefna er að styðja við iðnað og fyrirtæki við að innleiða hringrásarhagkerfið, annars vegar með þróun og prófun vísindalegra tóla og hins vegar með innleiðingu hringrásarhugsunar í framleiðslufyrirtækjum.

Fyrir hverja?

EFLU-þingið er fyrir alla sem vilja fræðast meira um hringrásarhagkerfið og öðlast fleiri tól í verkfærakistuna til að innleiða hugmyndafræði hringrásarhugsunar í starfsemi fyrirtækja.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

Hvar og hvenær?

EFLU-þingið, þann 28. október, er haldið í samstarfi við DTU (Danmarks Tekniske Universitet) og fer fram í húsnæði EFLU að Lynghálsi 4 í ráðstefnusal á fimmtu hæð. Húsið opnar kl. 8.30, en formleg dagsskrá hefst kl. 9:00.

Þema ráðstefnunnar er Hringrásarhagkerfið: Miðlum reynslunni til árangurs.

Dagskrá EFLU-þings

  • 8:30 Hús opnar og veittar verða léttar veitingar

Fundarstjóri er Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU

  • 9:00-9:20 Opnunarerindi frá umhverfis- og auðlindaráðherra og framkvæmdastjóra EFLU

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU

  • 9:20-9:40 Hringrásarhagkerfið: Hvar stöndum við og hvað þurfum við að gera?

Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU

  • 9:40-9:55 Tækifæri og áskoranir í átt að hringrásarhagkerfi – reynslusaga Össurar

Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, Global Sustainability og EHS manager hjá Össuri, segir frá reynslu Össurar í átt að hringrásarhagkerfi og þátttöku þeirra í Circit verkefninu

  • 9:55-10:05 CATALY(C)ST: Norrænt verkefni, ungt fólk sem hvati til innleiðingar hringrásarhagkerfis

Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, segir frá norrænu verkefni frá Nordic innovation

  • 10:05-10:15 Kaffihlé

  • 10:15-11:00 Drivers and opportunities for the transition to a circular economy in the Nordic Industry

Tim C. McAloone og Daniela Cristina Antelmi Pigosso, prófessorar hjá DTU, miðla reynslu sinni og þekkingu á innleiðingu hringrásarhagkerfis á Norðurlöndunum. Tim og Daniela búa yfir mikilli reynslu við rannsóknir og vinnu innan sjálfbærrar hönnunar og hringrásarhagkerfis

  • 11:00-11:30 Pallborðsumræður með fulltrúum atvinnulífs og hins opinbera. Stjórnandi pallborðsumræðna er Þórhildur Fjóla Kristinsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU.

Þátttakendur í pallborði eru:

  • Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU
  • Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og auðlindagarðs HS Orku
  • Alma Stefánsdóttir, Ungir Umhverfissinnar
  • Rakel Sigurveig Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun
  • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu
  • 11:30 Ráðstefnulok

Vinnustofa

Strax eftir að dagskrá EFLU-þings lýkur verður haldin vinnustofa fyrir fyrirtæki þar sem prófessorar frá DTU (Danmarks Tekniske Universitet) kynna tæki og tól frá verkefninu Circit sem færa fyrirtæki í átt að hringrásarhagkerfi.

Þema vinnustofunnar er „Success cases and insights to inspire your transition to a Circular Economy”. Þar er farið yfir sex áherslur í átt að hringrásarhagkerfi; Sustainability screening, business modelling, product design, smart circular economy, closing the loop and collaboration.

Vinnustofan fer fram á ensku.

  • 11:30-12:00 Léttur hádegismatur fyrir þátttakendur vinnustofu
  • 12:00-14:30 Vinnustofa

Skrá þátttöku

Collage of eleven headshots of men and women