Framúrskarandi lýsingarhönnun verðlaunuð

28.05.2019

Fréttir
metal stairs leading towards red stone wall in a cave

Lýsingarhönnun Raufarhólshellis hefur vakið mikla athygli og hlaut til að mynda Darc Awards verðlaun, Íslensku lýsingarverðlaunin og núna LDA verðlaunin.

Alþjóðleg lýsingarverðlaunahátíð, LDA - Ligthing Design Awards, fór fram í London síðastliðinn fimmtudag. Dótturfélag EFLU, KSLD | EFLA, sérhæfir sig í lýsingarhönnun tók á móti tveimur viðurkenningum á hátíðinni. Annars vegar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli og þá var Natalie Redford, lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU, sæmd nafnbótinni "40under40".

Framúrskarandi lýsingarhönnun verðlaunuð

The Lighting Design Awards, LDA, eru ein virtustu lýsingarverðlaun í heimi lýsingarhönnunar. Einu sinni á ári fer fram uppskeruhátíð til að fagna framúrskarandi og frumlegri lýsingarhönnun og verðlauna hæfileikaríka lýsingarhönnuði og verkefni.

EFLA hannaði lýsingu í Raufarhólshelli sem hefur hlotið mikla eftirtekt og hlaut meðal annars Íslensku lýsingarverðlaunin og Darc Awards. Á hátíðinni í ár varð verkefnið í öðru sæti í flokki útilýsingar, Public Realm and Landscape Category.

Árlega tilnefnir LDA fjörutíu hæfileikaríka lýsingarhönnuði undir fertugu og var Natalie Redford lýsingarhönnuður KSLD | EFLU ein af þeim sem hlaut nafnbótina "40under40".

Hjá EFLU starfar öflugt teymi lýsingarhönnuða sem staðsettir eru á Íslandi, Noregi og í Skotlandi sem eru sérfræðingar á sviði rafkerfa og hefur hópurinn komið að fjölbreyttum verkefnum um allan heim.

A lady with glasses smiling next to some texts