Lýsingarhönnun

Lýsing, Lýsingarkerfi, Lýsingarhönnuður, Lýsingartækni, Innivist

EFLA sérhæfir sig í hönnun lýsingar í allar gerðir mannvirkja og hafa fjölmörg verkefni fyrirtækisins hlotið verðlaun  fyrir framúrskarandi lýsingarhönnun. 


EFLA hannar lýsingar- og ljósastýrikerfi í allar gerðir mannvirkja fyrir almenna lýsingu, sérlýsingu og skrautlýsingu jafnt utandyra sem innan.

Tengiliðir

Hjá EFLU starfa sérhæfðir lýsingarhönnuðir með mikla starfsreynslu og hafa þeir unnið til fjölda verðlauna, m.a. Íslensku lýsingaverðlaunanna 2017 og 2015 ásamt hinum virtu alþjóðlegu Darc Awards 2016 og 2018.  

Veturinn 2018 sameinaðist hin virta lýsingarhönnunarstofa KSLD frá Skotlandi, með Kevan Shaw í fararbroddi, við lýsingarsvið EFLU en fyrirtækin hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið. Með sameiningunni verður enn öflugra teymi sem veitir fjölbreyttar alhliða lausnir á heimsvísu. Í verkefnum lýsingarteymisins er lögð áhersla á að draga fram formáherslur mannvirkja, gæða þau lífi og bæta sjónræna upplifun notenda. 

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að hugsa út fyrir kassann og hjá okkur er lýsingarhönnun undir jökli eða í djúpum hellum engin fyrirstaða.  

Markmiðið er að þjóna viðskiptavininum með þeim hætti að báðum aðilum reynist samstarfið árangursríkt og að viðskiptavinurinn meti starf okkar þannig að hann leiti til okkar aftur. 

Víðtæk og breið þekking

Í tæknivæddum heimi er krafist víðtækrar þekkingar á mörgum og óskyldum verkþáttum raf- og sérkerfa. Til að mæta þessum kröfum eru starfsmenn okkar með góða almenna þekkingu og reynslu á rafmagnssviði en jafnframt hafa þeir aflað sér sérmenntunar og öðlast sérhæfingu á einstökum sviðum. 

Heildstæðar lausnir

Vönduð lýsingarhönnun skiptir sköpum fyrir endanlega sjónræna upplifun, gæðir mannvirki lífi og dregur fram áherslur.  Mikil þróun ljósgjafa með tilkomu LED hefur kallað á að hönnuðir hafa þurft að endurmeta hefðbundna lýsingarhönnun frá grunni þar sem LED lýsing kallar á allt aðrar áherslur og viðmið. Lýsing er hluti af daglegu lífi, vinnuumhverfi, afþreyingu og öryggi. Því er það mikilvægt að lausnir fyrir hvert verk verði úthugsaðar og útfærðar af þekkingu. Einnig er mikilvægt að hugsa fyrir ljósastýringum með tilliti til orkusparnaðar.

Mikilvægt er að lýsing valdi ekki óþægindum þar sem hún hefur áhrif á líðan og heilsu.  Það er skylda okkar að sjá til þess að lýsing valdi ekki ljósmengun þannig að stjörnubjartur næturhiminn njóti sín sem best  svo og að skilyrði til að virða fyrir sér norðurljósin séu ætíð góð. 

Útreikningar og mælingar á ljósmengun

Lýsingarhönnuðir EFLU taka að sér mælingar og útreikninga á ljósmengun. Niðurstöður mælinga eru síðan afhentar í skýrsluformi ásamt stjörnukorti. Dæmi eru um að verkkaupar hafa valið staðsetningu hótelbygginga á landsbyggðinni byggða á niðurstöðum slíkra mælinga eftir samanburð mismunandi jarða eða svæða þar sem gæði næturhimins og sýnileiki norðurljósa skiptir verulegu máli.

Mælingar á myrkurgæðum

Lýsingarhönnuðir okkar hafa auk hefðbundinnar lýsingarhönnunar séhæft sig í mælingu á myrkurgæðum. Ljósmengun er mæld með sérhæfðum mælitækjum. Niðurstöður mælinga eru teknar saman í skýrslu og þar sem við á eru gerðar tillögur til úrbóta sem oft leiða til orkusparnaðar. Helstu ljósmengunarþættir eru skilgreindir á vefsíðu International Dark-Sky Association.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Innanhússlýsingarhönnun – vinnulýsing í samræmi við staðla, skrautlýsing o.fl.
  • Lýsingarhönnun utandyra – veglýsing, jarðgangalýsing, skrautlýsing, vinnusvæðalýsing ofl.
  • Neyðarlýsing, flóttaleiðalýsing, öryggislýsing
  • Ljósastýringar, hönnun, forritun og stillingar
  • Ljósmengunarmælingar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei