Hæfileikaríkir lýsingarhönnuðir tilnefndir

08.04.2019

Fréttir
Headshot of a woman

Natalie Redford, lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU Lýsingarhönnun.

Árlega útnefnir alþjóðlega tímaritið 'Lighting' magazine fjörtíu hæfileikaríka lýsingarhönnuði undir fertugu. Í ár var Natalie Redford lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU Lýsingarhönnun ein af þeim sem hlaut titilinn "40under40".

Hæfileikaríkir lýsingarhönnuðir tilnefndir

Hjá KSLD | EFLU Lýsingarhönnun starfa snjallir lýsingarhönnuðir sem hafa fengið fjölmörg verðlaun og tilnefningar fyrir verkefni sín og er þessi titill kærkomin rós í hnappagatið. Lýsingarhönnuðirnir mynda öflugt teymi sem starfa í þremur löndum; Íslandi, Noregi og Skotlandi, og vinna saman að verkefnum um allan heim.

Natalie Redford starfar við lýsingarhönnun á skrifstofunni okkar í Skotlandi ásamt því að fara fyrir starfseminni þar.

Við óskum Natalie hjartanlega til hamingju með glæsilegu nafnbótina "40 under 40".

Hægt er að lesa meira um tilnefningarnar á vef Lighting-Magazine.

"Under Forty" Logo