Kvenleiðtogar hittast í Reykjavík

19.11.2019

Fréttir
A crowd mainly consist of women and few men standing together posing

Frá WPL ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu á síðasta ári.

Alþjóðasamtökin, Woman Political Leaders, halda árlegt heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.-20. nóvember. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar.

Kvenleiðtogar hittast í Reykjavík

Heimsþingið sem ber nafnið, The Reykjavík Global Forum – Women Leaders, er haldið í annað sinn hér á landi og fer fram árlega næstu tvö árin, eða til 2021. Yfirskrift þingsins í ár „Power Together“ vísar til þess hvernig hægt er að ná fram breytingum og stuðla að jöfnum hlut kynjanna þegar kemur að ákvarðanatöku, forystu og stefnumótun. Í ár verður sjónum beint að aðgerðum sem er ætlað að auka jafnrétti og framsögumenn segja frá aðgerðaráætlunum.

Um 450 leiðtogar frá yfir 80 löndum sækja þingið og eru með bakgrunn úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, listum, háskólasamfélaginu o.fl.

Heimsþingið er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, opnar viðburðinn og segir frá þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum.

Öflugur bakhjarl

Tveir starfsmenn EFLU sækja heimsþingið en fyrirtækið er einn af bakhjörlum þess. EFLA reynir markvisst að leggja sitt af mörkum til jafnréttismála og starfar samkvæmt jafnréttisstefnu sem byggir á þeirri grundvallarhugsun að allir starfsmenn njóti jafnréttis óháð kyni, uppruna eða trú.

Nánari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á vefsíðu heimsþingsins.

Fréttatilkynning frá Reykjavík Global Forum