Starfsfólk EFLU tók virkan þátt í Samorkuþinginu sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 9.-10. maí. Okkar fólk var með alls fimm erindi á þinginu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Þá var bás EFLU á sýningarsvæðinu í Hofi einnig vel sóttur og viljum við þakka þeim sem litu við kærlega fyrir komuna.
Leiðandi í orkuskiptum
Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orku hjá EFLU, segir þingið hafa gengið mjög vel. „Það var frábært að hitta marga af okkar mikilvægustu viðskiptavinum, ná góðu samtali og fylgjast með fyrirlestrum um stóru málin í orkugeiranum í dag,“ segir Steinþór og bætir við. „Þetta er einnig frábært tækifæri fyrir fyrirtæki eins og EFLU að kynna verkefnin sem við erum að vinna. Slíkt leiðir oft til áframhaldandi samtals, samstarfs og tækifæra.“
Erindi Steinþórs fjallaði um BIM líkön fyrir háspennulínur og segir hann viðbrögðin hafa verið góð. „Fólki finnst áhugavert hvað við erum að fást við í okkar erlendu verkefnum og sjá tækifæri í sambærilegum verkefnum á Íslandi,“ segir Steinþór.
Elín Inga Knútsdóttir fjallaði um uppbyggingu kerfislíkana og flöskuhálsgreiningar í fráveitu. „Viðbrögðin við mínu erindi voru almennt jákvæð. Það var mjög margt fólk viðstatt erindið sem sýnir líka áhuga á efninu,“ sagði Elín að þinginu loknu.
Þá er hún einnig ánægð með þátttöku EFLU á þinginu. „Það var góð þátttaka hjá starfssfólki EFLU og erindin voru bæði áhugaverð og framsækin,“ segir Elín.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um erindin sem starfsfólk EFLU hélt á Samorkuþinginu hér.
- 1 / 4
Reynir Snorrason, Kristleifur Guðjónsson og Elín Inga Knútsdóttir. Mynd | EFLA.
- 2 / 4
Frá EFLU básnum. Mynd | Auðunn Níelsson.
- 3 / 4
Frá fyrirlestri Steinþórs Gíslasonar - BIM líkön fyrir háspennulínur. Mynd | EFLA.
- 4 / 4
EFLU básinn. Mynd | Auðunn Níelsson.