Ljósleiðaravæðing í dreifbýli

11.06.2020

Fréttir
Close up photo of cables plugged into a switch or server

Uppbygging ljósleiðaranets í Mosfellsbæ nær til 22 staðfanga.

EFLA sá um ráðgjöf, umsóknir og útboð fyrir Mosfellsbæ til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli bæjarins.

Fyrirhugað er að byggja upp ljósleiðaranet til íbúðarhúsa og fyrirtækja í dreifbýli Mosfellsbæjar sem ekki hafa aðgang að ljósnetinu í dag. Um er að ræða uppbyggingu sem nær til 22 staðfanga.

Forhönnun og önnur gögn

Við undirbúning framkvæmdanna veitti EFLA ráðgjöf um uppbygginguna og aðstoðaði við umsóknir og útboð í tengslum við málið fyrir Mosfellsbæ. Verkið fólst m.a. í gerð staðarlista þar sem skoðað var hvaða staðir teldust styrkhæfir, samkvæmt skilgreiningum Fjarskiptasjóðs þar á. Forhönnun kerfisins og gerð kostnaðaráætlunar og annara þátta sem nauðsynlegir voru fyrir styrkumsókn til Fjarskiptasjóðs. Gerð útboðsgagna og samningur við lægstbjóðanda voru einnig hluti að verkinu.

Eftir útboð til fjarskiptafélaganna samdi Mosfellsbær við Mílu um uppbyggingu kerfisins en sveitarfélagið fékk úthlutað styrk til verkefnisins frá Fjarskiptasjóði. Fyrirhugað er að framkvæmdir hefist á næstu vikum og verði lokið á árinu.

Breið og yfirgripsmikil þekking

EFLA hefur breiða og fjölþætta þekkingu á fjarskiptakerfum og ljósleiðaramálum og hefur veitt ráðgjöf til fjölmargra sveitarfélaga bæði á Íslandi og í Noregi.