Ljósleiðarakerfi
Fjarskiptakerfi, Fjarskipti, Fjarskiptafyrirtæki, Ljósleiðari
EFLA hefur veitt fjarskiptafyrirtækjum, orkufyrirtækjum, sveitarfélögum o.fl. þjónustu á sviði ljósleiðarakerfa og tengdra verkefna og komið að ljósleiðaraverkefnum, stórum sem smáum um land allt.
Tengiliður
Kristinn Hauksson Rafeindatæknifræðingur B.Sc. Sími: +354 412 6151 / +354 665 6151 Netfang: kristinn.hauksson@efla.is Reykjavík
Sérfræðingar EFLU hafa áralanga reynslu af að aðstoða fyrirtæki og stofnanir og komið að ýmsum verkefnum tengdum ljósleiðarakerfum á Íslandi og í Noregi.
Okkar markmið er að þjóna viðskiptavininum á breiðum grundvelli með ráðgjöf og hönnun á ljósleiðarakerfum.
Alhliða þjónusta og ráðgjöf
Í ljósi breiðrar og fjölþættrar þekkingar á fjarskiptakerfum og ljósleiðaramálum getur EFLA sinnt flestum þeim verkefnum sem tengjast lagningu ljósleiðara og ljósleiðarakerfum almennt. Það gerir fyrirtækinu kleift að veita alhliða þjónustu jafnt í smáum sem stórum verkefnum.
Á meðal þjónustusviða eru
- Ráðgjöf á sviði ljósleiðaramála
- Hönnun ljósleiðarakerfa
- Umsóknir til ríkisstofnanna og hagsmunaaðila
- Útboð og samningar við verktaka
- Eftirlit
- Úttektir