Ljósleiðarakerfi

Fjarskiptakerfi, Fjarskipti, Fjarskiptafyrirtæki, Ljósleiðari

EFLA hefur veitt fjarskiptafyrirtækjum, orkufyrirtækjum, sveitarfélögum o.fl. þjónustu á sviði ljósleiðarakerfa og tengdra verkefna og komið að ljósleiðaraverkefnum, stórum sem smáum um land allt.

Tengiliður

Sérfræðingar EFLU hafa áralanga reynslu af að aðstoða fyrirtæki og stofnanir og komið að ýmsum verkefnum tengdum ljósleiðarakerfum á Íslandi og í Noregi. 

Okkar markmið er að þjóna viðskiptavininum á breiðum grundvelli með ráðgjöf og hönnun á ljósleiðarakerfum. 

Alhliða þjónusta og ráðgjöf

Í ljósi breiðrar og fjölþættrar þekkingar á fjarskiptakerfum og ljósleiðaramálum getur EFLA sinnt flestum þeim verkefnum sem tengjast lagningu ljósleiðara og ljósleiðarakerfum almennt. Það gerir fyrirtækinu kleift að veita alhliða þjónustu jafnt í smáum sem stórum verkefnum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Ráðgjöf á sviði ljósleiðaramála
  • Hönnun ljósleiðarakerfa
  • Umsóknir til ríkisstofnanna og hagsmunaaðila
  • Útboð og samningar við verktaka
  • Eftirlit
  • Úttektir 

Tengd þjónustaVar efnið hjálplegt? Nei