Ný uppfærsla á Matarspori í júlí

08.07.2024

Fréttir
Matarvefjur á brauðbretti, tómatar og rucola

Um helgina kom út önnur uppfærsla á Matarspori, hugbúnaði sem birtir kolefnisspor og næringargildi máltíða ásamt upplýsingum um ofnæmisvalda og matarsóun.

Fleiri eiginleikar

Stutt er síðan síðasta uppfærsla var gefin út, en um hana má lesa hér. Uppfærslan sem var að koma út núna felur í sér eftirfarandi eiginleika:

  • PDF af matseðli vikunnar: Nú er hægt að prenta út PDF skjal með yfirliti yfir matseðil vikunnar, kolefnisspor og næringargildi máltíða og ofnæmisvalda. Þetta getur hentað vel fyrir aðila sem vilja veita upplýsingar á fleiri miðlum en á skjá.
  • Nýtt farsímaviðmót: Farsímaviðmótið hefur verið betrumbætt og nú getur starfsfólk auðveldlega séð yfirlit yfir rétti vikunnar, auk þess að geta skoðað hvern og einn rétt nánar. Matseðillinn birtist sjálfkrafa í Matarspori og sparar því matreiðslumönnum óþarfa vinnu við að lista seðilinn upp annarsstaðar.
Matarspor mobile versio shows bar chart counting the carbon footprint of a meal of snitsel

Umhverfisáhrif matar

Maturinn sem við borðum hefur ýmis umhverfisáhrif sem eru flestum hulin. Matvælaframleiðsla veldur fjórðungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og því skiptir miklu máli hvað maður velur sér í matinn. Helmingur alls nýtanlegs lands á jörðinni fer í matvælaframleiðslu sem er að megninu til nýtt í búfénað og dýraafurðir (77%). Matarspor eykur umhverfisvitund matargesta með því að miðla upplýsingum um kolefnisspor máltíða og notendur geta þá tekið upplýsta ákvörðun um sína matarneyslu. Það eru líka mikil samlegðaráhrif af því að birta næringargildi máltíðanna samhliða kolefnisspori, því þannig getum við tryggt að maturinn sé bæði góður fyrir okkur sjálf og fyrir umhverfið.

Nánari upplýsingar um Matarspor má finna hér.

Matarspor mobile versio shows menu

Tilvísun