Nýir drónar bætast í flotann

16.11.2021

Fréttir
A black drone mid flight in front of an industrial building

EFLA hefur bætt við tveimur nýjum DJI Matrice 300 RTK drónum í flugflotann.

Tveir nýir drónar hafa bæst við í flugflota EFLU. Drónarnir eru af gerðinni DJI Matrice 300 RTK og gera EFLU kleift að bjóða enn fjölbreyttari þjónustuleiðir í tengslum við öflun gagna með drónum.

Nýir drónar bætast í flotann

EFLA kappkostar að vera í fararbroddi hvað varðar drónaflug og að nota bestu mögulegu tækni sem völ er á hverju sinni. Nýju drónarnir sem bættust í flotann hafa öflugri myndavél, lengri flugdrægni og fjölbreyttari notkunarmöguleika. Helstu verkefni sem EFLA vinnur með drónum eru landmælingar, myndmælingar, eftirlit með háspennulínum, hitamyndgreiningar og margt fleira.

Að auki bættist í safnið tvær 45 megapixela myndavélar, hitamyndavél og lidar myndavél (skanni). Þetta þýðir að sami dróninn getur leyst fjölmörg ólík verkefni á sama deginum, einfaldlega með því að skipta um myndavélabúnað.

Sjá dæmi um myndmælingu í þrívídd sem var tekin með nýja drónanum.

Huginn og Muninn

Drónarnir hafa fengið nöfnin Huginn og Muninn í höfuðið á hröfnum Óðins og verða til þjónustu reiðubúnir á öllum starfsstöðvum EFLU. Muninn verður staðsettur í Reykjavík og mun sinna verkefnum á Suðurlandi, suðvesturhorninu, Vesturlandi og Vestfjörðum. Huginn verður staðsettur á Egilsstöðum og mun sinna verkefnum á Austurlandi og Norðurlandi.

Nánari upplýsingar um Matrice 300 RTK drónana

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU