Drónar

Flygildi, Drónaflug, Flug með dróna, Flug með drónum, Dróni

Skoðun og vöktun úr lofti með dróna er ný leið til kortlagningar og greiningar á ástandi mannvirkja og svæða. 


EFLA býður upp á þjónustu þar sem framkvæmdar eru skoðanir með drónum á nákvæman, öruggan og hagstæðan máta.

Tengiliðir

Með sérhæfðri þekkingu og áreiðanlegum vinnubrögðum á sviði skoðunar úr lofti getur EFLA veitt mikilvæg gögn varðandi viðhald, skoðun, flokkun á ágöllum eigna, umhverfismat, kortalagningu og vöktun. Gögnin geta komið að góðum notum við ákvörðunartöku og áætlanagerð.

Mikilvægur þáttur í viðhaldi fasteigna og mannvirkja er að meta stöðuna reglulega þannig að eignin haldi verðgildi sínu til langs tíma. Úttektir og skoðun á ástandi eigna er hægt að framkvæma með drónum, safna gögnum, greina þau og meta næstu skref í kjölfarið. 

Þriggja þrepa ferill

Þjónusta á sviði dróna tekur til þriggja þrepa ferils sem felur í sér:

  • Söfnun gagna
  • Túlkun og greining gagna
  • Greinargerð og niðurstöður

Auðveldari skoðun og áreiðanleg gögn

Með drónum er hægt að framkvæma öruggar og nákvæmar skoðanir og kortalagningu á mannvirkjum og svæðum.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Skoðanir á virkum rafmagnslínum (straumrof ekki nauðsynlegt)
  • Varmaskoðanir, t.d. rakastýring og rafmagnsofhitnun
  • Verksmiðjuskoðanir, t.d. skoðanir á þak- og steypuskemmdum
  • Varmaskoðanir á þaki eða við sólskjöld
  • Skoðanir á iðnaðarveitubúnaði, t.d. leiðslum, rörum og greiningu á lekum
  • Skoðanir á veitukerfum, t.d. kælikerfum eða skorsteinum
  • Skoðanir og úttekt á ástandi brúa og stífla
  • Rakastýring og rafmagnsofhitnun
  • Skoðanir á vindhverflum eins og ástandi blaða
  • Stífluskoðanir, t.d. örsprungur og veðrun
  • Verksmiðjuskoðanir, t.d. skoðanir á þak- og steypuskemmdum
  • Kortalagning og loftmyndir til að nota við skipulagsmál
Hvernig notum við dróna til að framkvæma skoðanir?

Spurt og svarað

Reglugerð um starfrækslu dróna

Ný reglugerð (990/2017) hefur verið gefin út um starfsrækslu dróna sem á að tryggja flugöryggi ásamt öryggi og réttindum borgaranna. Einnig hefur Samgöngustofa gefið út reglur sem skipt er niður eftir notkun dróna í tómstundaflugi annars vegar og hins vegar vegna notkun dróna í atvinnuflugi

EFLA vinnur eftir ofangreindum reglum og leiðbeiningum og hefur leyfi frá Samgöngustofu til að fljúga dróna yfir 120m hæð eins og lög gera ráð fyrir.


Innrauð mynd (NIR) af Kerinu

Loftmyndir - skoða skipulagsmál, landbúnað og sjónræna athugun á svæðinu

Loftmyndir - skipulagsmál af svæði - Skaftafell

Myndgreining í byggingum

Umferðarathuganir - talning bifreiða í hringtorgi á Selfossi

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei