Snjallar borgir

Stafrænar lausnir hafa möguleika til að umbreyta nútímaborgum og bæjum. Starfsfólk EFLU vinnur að snjöllum lausnum til að stuðla að hagkvæmni og sjálfbærni þegar kemur að samgöngum, orku, vatni, úrgangi og húsnæði.

Ljósmynd úr borg, reiðhjól sem hægt er að leigja, trjágöng og fólk að ganga.

Skipulag fyrir snjallar borgir

Hjá EFLU erum við spennt fyrir möguleikunum sem opnast með snjöllum borgum og viljum gjarnan kynna verkfæri og tækni snjallra borga fyrir viðskiptavinum. Það krefst hins vegar vandlegrar skipulagningar að hanna vel tengdar borgir. Til að vel heppnuð snjöll borg verði að veruleika þarf að hafa opinn huga strax frá skipulagsstigi. Þá er hægt að öðlast nægan skilning á innviðum og viðeigandi stefnum. Til þess notar EFLA fjölbreytt háþróuð verkfæri og tækni, t.d. stafræna tvíbura (e. digital twins). Þessi verkefni gera það að verkum að mögulegt er að varpa ljósi á hugsanleg áhrif snjallra lausna á framtíðarbyggingar og þróun.

Þverfagleg sérfræðiþekking í snjöllum borgum

Við hjá EFLU trúum því að snjöll tækni muni gjörbylta mannvirkjum, atvinnu, ferðalögum og auðlindum. Þess vegna viljum við vera í fararbroddi þegar kemur að lausnum snjallra borga á skipulagsstigi. Þverfaglegt teymi EFLU samanstendur af sérfræðingum í skipulagsmálum og stafrænum lausnum sem og verkfræðingum sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði. Við viljum auk þess alltaf tileinka okkur allar helstu nýjungar á þessu sviði og bjóða þannig viðskiptavinum upp á það besta sem í boði er hverju sinni.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Gagnaöflun
  • Úrvinnsla og greining gagna
  • Kortlagning á nýtingartækifærum aðgengilegra gagna
  • Gerð líkana og starfrænna tvíbura
  • Nýtinga nýjustu tækni til að stuðla að hagkvæmni og sjálfbærni innviða og byggðar
  • Innleiðing snjalllausna, s.s TomTom og MioVision við greiningar
  • Stöðug þekkingarleit til að geta boðið upp á bestu lausnnsirnar hverju sinni

Líflegar snjallar borgir

Með því að nýta réttu gögnin má hagræða orkunotkun og gera þéttbýli okkar lífvænlegri. Þannig geta allir notið góðs af hreinna lofti, minni hávaða og auknu aðgengi. Snjalltæknin getur líka verndað umhverfi okkar með því að draga úr losun sem stuðlar að loftslagsbreytingum. Þess vegna er snjalltæknin nauðsynleg fyrir skilvirka, hreina og græna framtíð sem við þurfum nú þegar að byrja að skipuleggja.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU