Hagræn ráðgjöf

EFLA veitir alhliða þjónustu við að koma auga á og greina félags- og efnahagsleg áhrif skipulagstillagna með það að leiðarljósi að nýta fjármagn sem best.

Yfirlitsmynd af Höfuðborgarsvæðinu yfir Hafnarfjörð. Snæviþakin Esja í bakgrunni

Hagfræðileg greining og mat

EFLA býður upp á alhliða þjónustu í haggreiningum og félagshagfræðilegum greiningum fyrir uppbyggingu af öllum stærðum og gerðum, þar með talið tengt samgöngum, orkumálum og mannvirkjagerð. Við vinnum með öllum hagsmunaaðilum og leitumst við að finna lausnir út frá félagslegum, hagrænum og skipulagslegum þáttum sem taka tillit til þarfa framkvæmdaaðila, sveitarfélaga, samfélaga og umhverfisins. Sérfræðingar EFLU í skipulagsmálum og hagfræði hafa mikla reynslu af gerð slíkra greininga og áætlana.

Þverfaglegir skipulagsfræðingar

Sérfræðingar EFLU hafa fest sig í sessi meðal þeirra fremstu og traustustu þegar kemur að hagrænni ráðgjöf. Sérstaða okkar liggur í fjölhæfri reynslu starfsfólks okkar sem nær yfir umhverfismál, haggreiningar, verkefnastjórnun og margt fleira. Hjá EFLU starfa sérfræðingar á sviði skipulagsmála og hagfræði sem hafa komið að fjölda mála sem snúa að þróun og uppbyggingu á sviði skipulags ásamt hagfræðilegum greiningum og áætlunum. Þessar greiningar og áætlanir geta reynst fulltrúum sveitarfélaga mikilvægar varðandi ákvarðanatöku um skipulagsmál til framtíðar. Við skilum öflugum og hagkvæmum lausnum, sama hversu stórt eða lítið verkefnið er.

Meðal þjónustusviða eru:

  • Mat á hagkvæmni
  • Gerð og greining efnahagslíkana
  • Valkostagreining
  • Fjárhagslegt mat
  • Félagshagfræðilegar greiningar

Þróun fyrir alla

Félags- og hagfræðiþekking starfsfólks EFLU og tengd störf nýtast viðskiptavinum við vinnslu skipulagsáætlanna. Sérfræðingar okkar gera viðskiptavinum kleift að meta kostnað og ávinning til að velja megi besta mögulega kostinn. Þetta gerum við með því að sýna fram á hvernig mismunandi tillögur mæta ólíkum þörfum og hvernig áhrif þær muni hafa á samfélagið og umhverfið.

Hafðu samband við sérfræðinga EFLU