Í dag var opnaður nýr upplýsingavefur um orkuskipti, orkunotkun og áhrif þeirra, orkuskipti.is. Vefurinn var opnaður á fundi sem var haldinn í Hörpu þar sem farið var yfir orkunotkun á Íslandi og orkuskipti sem eru framundan. Auk EFLU koma Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka að þessu verkefni.
Nýr upplýsingavefur um orkuskipti opnaður
Hlutverk EFLU í þessu verkefni er að meta efnahagsleg áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta, þá helst Eldsneytisspá Orkustofnunnar og Grænbók um stöðu og áskoranir í Orkumálum. Ekki er lagt sjálfstætt mat þá orkuþörf sem orkuskipti krefjast eða eðli þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað. Einungis er byggt á þeim forsendum sem fyrri greiningar, byggðar á markmiðum stjórnvalda og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, hafa mótað og er efnahagslegri hlið og hagfræðilegri greiningu bætt við þá vinnu sem áður hefur verið unnin.
Um er að ræða vefsíðu með áreiðanlegum og aðgengilegum upplýsingum um orkuskipti til að draga úr upplýsingaóreiðu í almennri umræðu. Megin drifkrafturinn á bakvið verkefnið eru markmið stjórnvalda í orkuskiptum til þess að draga úr árlegri losun á Íslandi. Verkefnið snýst um að benda á þau tækifæri sem felast í orkuskiptum fyrir íslenskt samfélag. Markmiðið er að benda á hvernig það að skipta út innflutning á jarðefnaeldsneyti fyrir innlenda græna orku getur stuðlað að betri lífskjörum fyrir Íslendinga.
Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur og orkumálaráðgjafi hjá EFLU, fór fyrir verkefninu fyrir hönd EFLU. Auk hans tóku til máls á fundinum Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku og Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Nánar má lesa um aðkomu EFLU að þessu verki í verkefnalýsingunni.
Helstu niðurstöður greiningar - Efnahagsleg áhrif orkuskipta.