Orka

Efnahagsleg áhrif orkuskipta

efnahagsleg áhrif, orkuskipti, Eldsneytisspá Orkustofnunnar, Grænbók um stöðu og áskoranir í Orkumálum, alþjóðabankinn, UNFCCC, Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun

Verkefnið fólst í að meta þau efnahagslegu áhrif sem orkuskipti munu hafa á íslenskt samfélag. Byggir vinna EFLU á fyrri greiningum sem unnar hafa verið um orkuþörf vegna orkuskipta.

Upplýsingar um verkefnið

Verkkaupi
Samtök Iðnaðarins & Landsvirkjun

Verktími
September & október, 2022

Staðsetning
Reykjavík

Tengiliður

Þær greiningar sem helst er byggt á eru Eldsneytisspá Orkustofnunnar og Grænbók um stöðu og áskoranir í Orkumálum. Ekki er lagt sjálfstætt mat þá orkuþörf sem orkuskipti krefjast eða eðli þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað. Einungis er byggt á þeim forsendum sem fyrri greiningar, byggðar á markmiðum stjórnvalda og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum, hafa mótað og er efnahagslegri hlið og hagfræðilegri greiningu bætt við þá vinnu sem áður hefur verið unnin.

EFLA verkfræðistofa sá um hagfræðilega greiningarvinnu og kynningu á helstu niðurstöðum úr þeirri vinnu. Miðar hagfræðileg greining EFLU við tímabilið 2022-2060. Ljóst er að orkuskipti munu hafa efnahagsleg áhrif mun lengur en til 2060. Stuðst var við það ártal þar sem að Eldsneytisspá Orkustofunnar nær til 2060 og ef miðað er við 2060 er tímabilinu skipt nokkurn vegin í tvo jafna hluta. Frá 2022-2040 á sér stað mikil fjárfesting og uppbygging til að stuðla að orkuskiptum og 2040-2060 er þessari uppbyggingu lokið og Ísland nýtur að fullu þess efnahagslega ávinnings sem felst í orkuskiptum.

Byggir vinna EFLU á forsendum sem stuðst hefur verið við í sambærilegum hagfræðilegum skoðunum. Við vinnuna var stuðst við forsendur og gögn frá Alþjóðabankanum, UNFCCC, Seðlabanka Íslands, Hagstofu Íslands, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og fleirum.

Niðurstöður verkefnisins voru kynntar í Hörpu 18. október 2022.

Nánari upplýsingar

Eldsneytisspá Orkustofnunnar
Grænbók um stöðu og áskoranir í Orkumálum

Umhverfismál

Megin drifkrafturinn á bakvið verkefnið eru markmið stjórnvalda í orkuskiptum til þess að draga úr árlegri losun á Íslandi.

Verkþættir

Um hvað snýst verkefnið

Verkefnið snýst um að benda á þau tækifæri sem felast í orkuskiptum fyrir íslenskt samfélag. Markmiðið er að benda á hvernig það að skipta út innflutning á jarðefnaeldsneyti fyrir innlenda græna orku getur stuðlað að betri lífskjörum fyrir Íslendinga.

Verkefnið er hluti af stærra samstarfsverkefni með Samtökum Iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorku um orkuskipti. Verða niðurstöður úr greiningunni birtar á vefsíðunni www.orkuskipti.is.

Hlutverk EFLU

EFLA sá um og bar ábyrgð á hagrænni greiningu á efnahagslegum áhrifum orkuskipta.

Niðurstaða greiningar

Helstu niðurstöður greiningar - Efnahagsleg áhrif orkuskipta.


Var efnið hjálplegt? Nei