Ráðstefna um stálbrýr

10.09.2018

Fréttir
Pedestrian bridge over a roadway with vehicle and trees around it

Módelmynd af nýju brúnni við Ullevål leikvanginn.

Alþjóðleg ráðstefna um stálbrýr fer fram í Prag, Tékklandi í næstu viku. Andri Gunnarsson, starfsmaður EFLU, flytur þar erindi um nýja hjóla- og göngubrú, Ullevålskrysset. Brúin er staðsett við Ullevål þjóðarleikvanginn í Osló og sá EFLA um hönnun hennar.

Að ráðstefnunni standa Czech Constructional Steelwork Association (CAOK) og European Convention for Constructional Steelwork (ECCS). Ráðstefnan er að jafnaði haldin á þriggja ára fresti og er skipulögð af staðbundinni og alþjóðlegri nefnd. Efnistökin í ár eru fjölbreytt og meðal þess sem verður fjallað um er endurgerð, smíði, bygging og viðhald á stálbrúm, göngubrýr, umferðarbrýr, járnbrautarbrýr og vöktun á stálbrúm.

Hönnunarfasi brúarinnar kynntur

Fyrirlestur Andra, Advanced layout of a steel bridge – Ullevaalskrysset footbridge, fjallar um hönnunarfasa 290 m langrar göngubrúar við Ullevålleikvanginn í Osló sem er í byggingu um þessar mundir. Þar mun Andri fjalla um allt frá frumdrögum, þar sem unnið var við val og útfærslu á legu og týpu af brú, fram að fullhönnuðu mannvirki sem er tilbúið til útboðs.

Headshot of a man

Andri Gunnarsson, byggingarverkfræðingur hjá EFLU.

Alþjóðlegur vettvangur

Ráðstefnunni er ætlað að vera faglegur vettvangur til að kynna nýjustu vörur, aðferðafræði og lausnir við hönnun, smíði, byggingu, rekstur og viðhald á stálbrúm. Ráðstefnan fer fram 10.-11. september og er hægt að skoða dagskrána á vefsíðu ráðstefnunnar.

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU á sviði brúarhönnunar.