Samstarfssamningur við Fiix um viðhaldsstjórnunarkerfi

31.07.2018

Fréttir
Laptop screen displaying different metrics

Með hugbúnaðinum er hægt að nálgast upplýsingar á notendavænan og þægilegan máta.

EFLA hefur gert samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Fiix Inc. frá Kanada. Samstarfið felur í sér að EFLA getur veitt viðskiptavinum sínum afar notendavæna hugbúnaðarlausn Fiix til að halda utan um öll verkefni sem snúa að viðhaldsstjórnun fasteigna, vélbúnaðar og tækja.

Samstarfssamningur við Fiix um viðhaldsstjórnunarkerfi

EFLA, sem hefur áratuga reynslu á sviði viðhaldsstjórnunar, getur nú innleitt viðhaldskerfi fyrir viðskiptavini með notendavænu viðmóti í kerfi Fiix.

Öll gögn í kerfinu eru geymd í skýi og lágmarkast þannig líkur á gagnatapi. Með Fiix er hægt að skrásetja, skipuleggja og rekja alla viðhaldssögu með einföldum hætti. Notendaviðmótið er þægilegt og er hægt að nálgast gögnin hvort sem er við tölvu, spjaldtölvu eða með síma. Hugbúnaðurinn hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum.

Viðhaldsstjórnun frá EFLU byggir á að lágmarka viðhaldskostnað viðskiptavina og býður meðal annars upp á:

  • Notendavænt yfirlit yfir eignir og vélbúnað
  • Uppbyggingu gagnabanka
  • Utanumhald í viðeigandi hugbúnaði - Fiix
  • Gerð staðlaðra verkbeiðna, sniðnum að viðeigandi iðnaði
  • Uppsetningu viðhaldsáætlana
  • Samþættingu viðhaldskerfis og bókhaldskerfis
  • Bilanagreiningar
  • Spár um endingartíma vélhluta
  • Gerð verklýsinga og verklagsreglna
  • Utanumhald á lagerstöðu og varahlutalistum véla

Nánari upplýsingar um Fiix er á vefnum.