Viðhaldsstjórnun

Vélar, Viðhald, Framleiðni, Vélbúnaður, Asset management, CMMS, Computerized, maintenance, management system, Fix, Fiix

Markmiðadrifin fyrirtæki gera kröfur um nýtni vélbúnaðar og tækja til að tryggja hámarks framleiðni við notkun þeirra. EFLA hjálpar viðskiptavinum sínum að uppfylla þessar kröfur með hagkvæmri og notendavænni hugbúnaðarlausn í bland við reynslu á sviði viðhalds fasteigna og véla. EFLA er í virku samstarfi við kanadíska hugbúnaðarframleiðandann Fiix.

Tengiliður

Með stöðluðum verkbeiðnum, sérsniðnum að hverju fyrirtæki, sparast tími og pappírsnotkun minnkar þar sem EFLA notast við 100% skýjalausn.

Starfsmenn EFLU hafa fjölbreytta reynslu í innleiðingu viðhalds-stjórnunarkerfa og uppbyggingu gagnabanka. Með áætluðu og reglubundnu viðhaldi á vélbúnaði er uppitími framleiðslueininga hámarkaður. 

fiix-samningurinn-is
Skjáskot af viðhaldsstjórnunarkerfi Fiix.

Viðhaldskostnaður lágmarkaður

Með áætluðu og reglubundnu viðhaldi á vélbúnaði má halda ófyrirséðum bilunum í lágmarki.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Notendavænt yfirlit yfir tæki og vélbúnað
  • Uppbygging gagnabanka
  • Utanumhald í viðeigandi hugbúnaði
  • Gerð staðlaðra verkbeiðna, sniðnum að viðeigandi iðnaði
  • Uppsetning viðhaldsáætlana
  • Samþætting viðhaldskerfis og bókhaldskerfis
  • Bilanagreiningar
  • Spár um endingartíma vélhluta
  • Gerð verklýsinga og verklagsreglna
  • Utanumhald á lagerstöðu og varahlutalistum véla

EFLA er vottaður samstarfsaðili (e: authorized reseller) Fiix.

Fiix-Authorized-Reseller-Badge

Algengar spurningar og svör


Hvaða fyrirtæki þurfa á viðhaldsstjórnun að halda?

Öll fyrirtæki sem eiga tæki og vélbúnað sem krefjast viðhalds geta notið góðs af skilvirkri viðhaldsstjórnun. Viðhaldsstjórnunarkerfi eru jafn misjöfn og þau eru mörg og aðstoðar EFLA við að velja það kerfi sem fellur best að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni. 

Að auki aðstoðar EFLA við innleiðingu á kerfinu til að stuðla að breyttu hugarfari starfsmanna gagnvart viðhaldi. Það er vænlegt til árangurs og skilar sér í lægri viðhaldskostnaði til lengri tíma litið.

Vidhaldsstjornun_Ferill viðhaldsstjórnunar

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei