Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

27.04.2018

Fréttir
People seated on a round tables, looking at the same direction

Virkjunarkostir í Eyjafirði ræddir í Hofi.

Mánudaginn 23. apríl kynnti EFLA skýrslu sem var unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um smávirkjunarkosti í Eyjafirði. Kynningin var haldin í Hofi og mættu um 60 manns, þ.á.m. sveitastjórnarmenn, virkjunaraðilar, aðilar frá orkufyrirtækjum og aðrir áhugasamir um virkjanir.

Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ákvað sumarið 2017 að ráðast í frumúttekt smávirkjunarkosta í Eyjafirði, m.a. eftir hvatningu Orkustofnunar um skoðun virkjunarkosta undir 10 MW og í ljósi raforkuvanda á Eyjafjarðarsvæðinu. EFLU var falið að vinna þessa athugun að loknu opnu útboði.

Athugunin fólst í heildstæðri úttekt 30 smávirkjunarkosta; kortlagningu, mati á vatnasviði virkjunarkosta, helstu kennistærðum virkjana, líklegum umhverfisáhrifum og tengingu við dreifikerfið. Virkjunarkostum var síðan raðað upp eftir því hve álitlegir þeir þóttu út frá aðstæðum til mannvirkjagerðar og umhverfisáhrifum. Áætlað heildarafl virkjunarkostanna er metið um 17 MW og árleg raforkuframleiðsla 120 GWh.

Skýrsluna má skoða á vef Atvinnuþróunarfélags Akureyrar;

Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Nánar um þjónustu EFLU á sviði smávirkjana.