Sýndarveruleiki EFLU vekur eftirtekt á Tæknideginum

11.10.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Tæknidagur fjölskyldunnar er árlegur viðburður sem er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi. Tæknidagurinn er á vegum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og fór fram 7. október síðastliðinn.

Sýndarveruleiki EFLU vekur eftirtekt á Tæknideginum

EFLA tók þátt í Tæknideginum og var með kynningarbás þar sem gestum var boðið að upplifa sýndarveruleikamódel af nýju uppsjávarfrystihúsi ESKJU, en EFLA sá m.a. um byggingar­hönnun hússins. Með þrívíddargleraugum var hægt að ganga um eða „hoppa“ á milli fyrirfram valinna áfangastaða í frystihúsinu og skoða húsið í þrívídd. Sýndarveruleikinn vakti heilmikla athygli og var stöðugur gestagangur við kynningarbásinn. Yngstu kynslóðinni fannst sérstaklega spennandi og hálf óraunverulegt að skoða hús á Eskifirði á meðan þau voru staðsett í Neskaupstað.

EFLA hefur ávallt lagt mikla áherslu á nýsköpun og tækniþróun. Það var ánægjulegt að taka þátt í viðburði sem þessum og kynna til leiks nýja þjónustu á sviði sýndarveruleika.

Tæknidagurinn var haldinn í fimmta skiptið og er viðburðurinn í stöðugum vexti, en á milli 1200 til 1300 gestir heimsóttu sýninguna í ár.