Þeistareykjavirkjun gangsett

20.11.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, var formlega gangsett föstudaginn 17. nóvember.

Þeistareykjavirkjun gangsett

Virkjunin er byggð í tveimur 45 MW áföngum og var fyrri áfanginn tekinn í gagnið núna, en áætlað er að seinni vélasamstæðan verði gangsett í apríl 2018 og verður þá aflgetan 90 MW. Raforkan frá Þeistareykjum verður m.a. notuð í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík.

Verkefnalýsing

Eftirlitsþjónusta með byggingum og veitum

Stjórnkerfi og fjarskiptakerfi

Aðkoma EFLU að verkefninu

EFLA sá um eftirlit með byggingarframkvæmdum stöðvarhúss og veitukerfis, hannaði þráðlaus fjarskiptakerfi í stöðvarhúsi og sinnti ráðgjöf vegna þeirra. Þá gegnir starfsmaður EFLU hlutverki staðarverkfræðings Landsvirkjunar.

Að auki sá EFLA um forritun, prófanir og gangsetningu stjórnkerfa Þeistareykjavirkjunar sem undirverktaki ABB í Danmörku, Balcke-Dürr í Þýskalandi og Fuji Electric í Japan.

Við óskum Landsvirkjun til hamingju með áfangann og þökkum fyrir ánægjulegt samstarf.