EFLU vinnur deiliskipulag fyrir fjallaskála

07.06.2022

Fréttir
A group of people and horses gathered outside a red building in a grassy rural setting

Hvanngiljahöll í Ásahreppi.

Skipulagsteymi EFLU hefur unnið fjölda deiliskipulaga m.a. fyrir fjallaskála í sveitarfélögum á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímnes- og Grafningshreppur.

EFLU vinnur deiliskipulag fyrir fjallaskála

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. Deiliskipulag byggir á stefnu aðalskipulags og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um gerð deiliskipulags eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli. Deiliskipulag er unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010 m.s.br

Starfsfólk EFLU er ráðgjafar við skipulagsvinnuna varðandi framsetningu skipulags, stærðir og afmörkun lóða, staðsetningu bygginga, stærð og útlit bygginga m.a. út frá heimildum í aðalskipulagi og út frá áætlaðri notkun mannvirkja. Útbúnir eru skipulagsuppdrættir og skipulagsskilmálar settir fram í greinargerð. Skipulagið er unnið í samráði við verkkaupa en skipulag er alltaf á ábyrgð viðkomandi sveitarfélags.

Í Rangárþingi eystra var unnið deiliskipulag fyrir skála í Húsadal, Langadal, Slyppugil og Bása í Þórsmörk. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024.

Í Rangárþingi ytra var unnið deiliskipulag fyrir Hungurfit, Krók og Landmannahelli. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028.

Í Ásahreppi er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skálana Gásagust, Hald, Hvanngiljahöll og Versali. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Ásahrepps 2020-2032.

Í Grímsnes- og Grafningshreppi er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Gatfellsskála og skála við Lambahlíðar. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032.

Í Bláskógabyggð var unnið deiliskipulag fyrir skálana Bratta, Fremstaver, Geldingafell, Skálpanes, Árbúðir og Svartárbotna. Unnið er að gerð deiliskipulags fyrir skálana Skjaldborg og Kringlumýri. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027.

Í Hrunamannahreppi var unnið deiliskipulag fyrir skálana Fosslæk, Leppistungur, Miklöldubotna, Frægðarver, Rofshóla, Heiðará, Helgaskála, Efri-Kisubotna, Grákoll og Svínárnes, auk breytingar á gildandi deiliskipulagi Kerlingarfjalla. Deiliskipulag er í samræmi við Aðalskipulag Hrunamannahrepps 2016-2032.

A group of people gathered outside a white building with sloping roof and a wooden deck

Hungurfit í Rangárþingi ytra.

Sýnileg mannvirki öryggisatriði

Áskoranir við vinnu við deiliskipulög fjallaskála eru að mannvirki falli vel að landi en séu jafnframt falleg og sýnileg. Sýnileg mannvirki geta verið öryggisatriði ef ferðamenn lenda í þoku eða snjókomu. Á hálendinu er mikilvægt að mannvirki séu látlaus og ferðamenn upplifi hálendis- og víðernistilfinningu, en jafnframt að veitt sé lágmarks þjónusta. Á hálendinu þarf að taka tillit til víðerna, ýmis konar verndar t.d. á gróðri/vistgerðum, jarðmyndunum og svæðum.

Nánari upplýsingar um deiliskipulag og þjónustu EFLU á því sviði má finna á vefsíðu EFLU.

A rural landscape featuring three small structured cabins or shelters

Landmannahellir í Rangárþingi ytra.