Deiliskipulag

Skipulagsmál, Skipulag, Aðalskipulag, Sveitarfélag, Deiliskipulagsáætlun

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. EFLA býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum upp á aðstoð við gerð deiliskipulags.

Tengiliður

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðamörk, byggingarreiti, byggðamynstur, útlit mannvirkja, fjölda bílastæða, götur, stíga, gróður, girðingar, lýsingu o.fl. Deiliskipulag er unnið kv. skipulagslögum og hafa sérfræðingar EFLU áratuga reynslu í vinnslu skipulags.

Gerð deiliskipulags fyrir stærri svæði eða flóknar útfærslur krefst aðkomu ólíkra sérfræðinga. Mikil og góð samvinna er á milli fagsviða hjá EFLU og kemur fjölbreyttur hópur starfsmanna að verkefnum, sniðið að þörfum hvers verkefnis.

Umhverfisvænar lausnir

Umhverfismál eru samtvinnuð í starfsemi EFLU og við útfærslu deiliskipulags er leitast við að draga úr umhverfisáhrifum, fella mannvirki að umhverfi landsins og benda á umhverfisvænar lausnir, s.s. varðandi regnvatn.

Á meðal þjónustusviða eru

 • Skipulag göngu- og hjólreiðastíga
 • Skipulag núverandi eða nýrrar byggðar
 • Skipulag iðnaðarsvæða og lóða
 • Skipulag samgangna og veitna
 • Umhverfismat skipulagsáætlana
 • Verndaráætlun í byggð
 • Húsnæðisáætlun
 • Hverfaskipulag
 • Öryggi í skipulagi
 • Hönnun opinna svæða, svæða meðfram vegum og stígum, bílastæða, áningarsvæða, íþróttasvæða, gerð plöntuteikninga o.fl., ásamt gerð útboðsgagna
 • Hönnun og greining áfangastaða ferðamanna
 • Landslagsgreining

Algengar spurningar og svör

Hvað er deiliskipulag?

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. Deiliskipulag byggir á stefnu aðalskipulags og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli. Deiliskipulag er unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Þarf ég að láta vinna deiliskipulag?

Vinna þarf deiliskipulag fyrir þau svæði þar sem byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Skipulagsfulltrúi hvers sveitarfélags veitir nánari upplýsingar um aðrar framkvæmdir þar sem krafist er deiliskipulags.


Hverjir mega vinna deiliskipulag?

Skipulagsfræðingar, arkitektar, byggingarfræðingar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar eða verkfræðingar sem hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála geta unnið og lagt fram deiliskipulagstillögur, skv. grein 2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei