Deiliskipulag

Skipulagsmál, Skipulag, Aðalskipulag, Sveitarfélag, Deiliskipulagsáætlun

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. EFLA býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum upp á aðstoð við gerð deiliskipulags.

Tengiliðir

Í deiliskipulagi eru teknar ákvarðanir um lóðamörk, byggingarreiti, byggðamynstur, útlit mannvirkja, fjölda bílastæða, götur, stíga, gróður, girðingar, lýsingu o.fl. Deiliskipulag byggir á stefnu í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélags og kveður nánar á um útfærslu þess. Deiliskipulag er unnið skv. skipulagslögum. 

Umhverfisvænar lausnir

Umhverfismál eru samtvinnuð í starfsemi EFLU og við útfærslu deiliskipulags er leitast við að draga úr umhverfisáhrifum. Það er t.d. gert með því að aðlaga mannvirki að landinu umhverfis, að efnis og litaval falli vel að umhverfinu og með því að setja skilmála um að mannvirki á hverjum stað séu í samræmi við hvert annað. 

Einnig leitast EFLA við að benda á umhverfisvænar lausnir í skipulagi, s.s. varðandi blágrænar ofanvatnslausnir fyrir regnvatn sem hægt er að nota til að verja umhverfi og innviði gegn mikilli úrkomu eða vegna of mikils álags á veitukerfi. Með blágrænum ofanvatnslausnum er gróður gjarnan notaður sem hluti lausnarinnar en það eykur á jákvæða upplifun íbúa af umhverfinu. 

Þverfagleg aðkoma að deiliskipulagi

EFLA býður einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum upp á aðstoð við gerð deiliskipulags en sérfræðingar EFLU hafa áratuga reynslu í vinnslu skipulags. Gerð deiliskipulags fyrir stærri svæði eða flóknar útfærslur krefst aðkomu sérfræðinga með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Innan EFLU kemur fjölbreyttur hópur starfsmanna að skipulagi, allt eftir þörfum hvers verkefnis.

Gagnvirk kort og stafræn miðlun

EFLA leggur áherslu á rafræna miðlun upplýsinga og samráð við íbúa sveitarfélagsins. Við miðlun upplýsinga, t.d. vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, er notast við landupplýsingakerfi sem setur fram gögn á rafrænu kortasvæði þar sem hægt er að skoða tillögur að breytingum á einfaldan og aðgengilegan máta.

Með þessari nálgun geta sveitarfélög stuðlað að aukinni þátttöku íbúa við kynningu á skipulagsmálum auk þess sem meiri líkur eru á að ná til fjölbreyttari hóps íbúa. Framsetning á gagnvirkum kortum er hluti af þjónustu EFLU í málaflokknum og hluti af framtíðarþróun í stafrænni framsetningu efnis.

Umhverfisvænar lausnir

Umhverfismál eru samtvinnuð í starfsemi EFLU og við útfærslu deiliskipulags er leitast við að draga úr umhverfisáhrifum, fella mannvirki að umhverfi landsins og benda á umhverfisvænar lausnir, s.s. varðandi regnvatn.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Skipulag göngustíga og hjólreiðastíga
  • Skipulag núverandi eða nýrrar byggðar
  • Skipulag iðnaðarsvæða og lóða
  • Skipulag samgangna og veitna
  • Umhverfismat skipulagsáætlana
  • Verndaráætlun í byggð
  • Húsnæðisáætlun
  • Hverfaskipulag
  • Öryggi í skipulagi
  • Hönnun opinna svæða, svæða meðfram vegum og stígum.
  • Hönnun bílastæða, áningarsvæða og íþróttasvæða
  • Gerð plöntuteikninga o.fl.
  • Gerð útboðsgagna
  • Hönnun og greining áfangastaða ferðamanna
  • Landslagsgreining

Algengar spurningar og svör

Hvað er deiliskipulag?

Deiliskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélags. Deiliskipulag byggir á stefnu aðalskipulags og kveður nánar á um útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli. Deiliskipulag er unnið skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Þarf ég að láta vinna deiliskipulag?

Vinna þarf deiliskipulag fyrir þau svæði þar sem byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar. Skipulagsfulltrúi hvers sveitarfélags veitir nánari upplýsingar um aðrar framkvæmdir þar sem krafist er deiliskipulags.


Hverjir mega vinna deiliskipulag?

Skipulagsfræðingar, arkitektar, byggingarfræðingar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar eða verkfræðingar sem hafa sérhæft sig á sviði skipulagsmála geta unnið og lagt fram deiliskipulagstillögur, skv. grein 2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei