Fréttir


Fréttir

Fulltrúar EFLU á Fagþingi Samorku

4.5.2023

Nokkrir fulltrúar frá EFLU eru með erindi á Fagþingi Samorku í hita-, vatns- og fráveitum sem haldið er á Selfossi dagana 3. - 5. maí. Alls verða 70 fyrirlestrar á fagþinginu og er áætlað að um 220 gestir verði á svæðinu.

Erindi fulltrúa EFLU á fagþinginu eru eftirfarandi: 

 • Notkun flóðalíkana í innviðaverkefnum
  Snærós Axelsdóttir 
 • Viðhaldsaðgerðir í dælustöðinni í Faxaskjóli – Millidæling
  Reynir Snorrason 
 • Ofanvatnslausnir á skipulagsstigi
  Elín Inga Knútsdóttir
 • Eftirlit með eiturefnum
  Eva Yngvadóttir 
 Fagþing Samorku um hita-, vatns- og fráveitu eru haldin á þriggja ára fresti.

Frekari upplýsingar um fulltrúa EFLU er að finna hér.