Fréttir


Fréttir

Mikil ánægja með Sjávarútveg 2022

26.9.2022

EFLA var þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í liðinni viku. Fjöldi fólks heimsótti bás EFLU alla þrjá dagana sem sýningin stóð yfir.

  • sjavarutvegur-2022-bas
    Frá sýningunni Sjávarútvegur 2022.
Sýningin þótti glæsileg í ár og ríkir almenn ánægja með hvernig til tókst. Um er að ræða góðan vettvang fyrir EFLU til að kynna þjónustu fyrirtækisins fyrir bæði áhugafólki og fagfólki í sjávarútvegi.

Starfsfólk EFLU vill koma þökkum til allra gesta sem litu við og tóku þátt í góðum samræðum. Fyrir þá sem vilja kynna sér þjónustu EFLU í sjávarútvegi má finna upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins.