Móberg, hjúkrunarheimili í Árborg hlaut Grænu Skófluna

06.10.2023

Fréttir
A group of people attentively reading documents or certificate at a ceremony

Græna Skóflan var afhent á degi Grænnar Byggðar miðvikudaginn 27. september. Veitt voru verðlaun fyrir hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi sem Framkvæmdarsýslan – Ríkiseignir og samstarfsaðilar(FSRE) standa að. EFLA sá um umhverfisráðgjöf og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna ásamt BREEAM vottun.

Móberg, hjúkrunarheimili í Árborg hlaut Grænu Skófluna

Í fréttatilkynningu frá Grænni Byggð er vísað í Elísabetu Söru Emilsdóttur, sérfræðingi í umhverfismálum hjá FSRE, þar sem hún segir:

„Að baki svona verkefni eru margir aðilar. Og einmitt í þessu verkefni var mjög samstilltur hópur, teymið sem hérna stendur, sem hafði áhuga á því að ganga lengra og gera vel í umhverfismálum. Og það er mjög gleðilegt.“

Eins og áður sagði kom EFLA að umhverfisráðgjöf, BREEAM vottun og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna. Helga J. Bjarnadóttir, efna- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU var umhverfisráðgjafi verkefnisins og Sigurður Thorlacius, umhverfisverkfræðingur er BREEAM matsmaður verkefnisins.

Arkitektar voru Urban arkitektar og Loop Architects (DK) en FSRE sá um hönnun og framkvæmd. Aðalverktaki er Eykt, Liska sá um rafkerfa- og ljósvistarhönnun, Brekke Strand um hljóðhönnun, Mannvit um brunahönnun og Verkfræðistofa Reykjavíkur sinnti verkfræðihönnun. Landslagsarkitektúr var í höndum Hornsteina arkitekta og Harpa Cilia Ingólfsdóttir var ráðgefandi í algildri hönnun (e. Inclusive design).

Um bygginguna

Hjúkrunarheimilið Móberg er tveggja hæða hringlaga bygging með innigarði í miðju hringsins. Hjúkrunarrýmin eru 60 talsins og skiptist byggingin í 5 heimiliseiningar. Hjúkrunarrýmin eru staðsett að utanverðu en þjónusturými og gangar að innanverðu í hringnum.

Byggingin er að mestu úr járnbentri steinsteypu, einangruð að utan og klædd með timburklæðningu. Hugmyndin byggir á hringlaga formi sem umvefur heimilið og rammar inn starfsemina. Unnið er út frá þeim kostum sem þetta byggingaform gefur hvað varðar sjónræna tengingu inn á sameiginleg svæði og út til náttúrunnar, fjallahringsins og umhverfisins. Áhersla er lögð á mannlegan mælikvarða, heimilislegt yfirbragð, norrænt efnisval, liti og dagsbirtu. Þakplata er steinsteypt, einangruð, klædd þakpappa og með fargi úr úthagatorfi og möl.

A circular building with green roof, integrated into a natural landscape with a river and mountain in the background

Yfirlitsmynd af Hjúkrunarheimilinu Móbergi og nánasta umhverfi, ljósmynd: Urban arkitektar

Helstu áherslur varðandi sjálfbærni byggingarinnar

Hönnun hússins markaðist frá upphafi af sjálfbærni, jafnframt á framkvæmdar- og rekstrartíma. Áhersla var lögð á efnisval, innivist, orkumál og góða umhverfsstjórnun. Ákveðið var að hafa steypu í burðarvirki vegna staðsetningar byggingarinnar á jarðskjálftasvæði, en allir ytri veggir eru úr timbri. Með það að markmiði að losun steypunar voru íblöndunarefni skoðuð sérstaklega og var steypan blöndum með ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli sem dró verulega úr kolefnislosun. Allt timbur í byggingunni er úr sjálfbærum skógum og löglega fellt.

Gerð var vistferilsgreining (LCA) sem hafði áhrif á efnisval byggingarinnar. Greiningin var gerð fyrir eftirfarandi byggingarhluta: Botnplata og sökklar, gólfplötur (milliplötur), gólfefni, loft, þak, útveggir, innveggir, hurðir, gluggar, súlur, stigar og málun innanhús.

Kolefnisspor byggingar í heild reiknað fyrir 60 ára líftíma: 2.400 t CO2 eða 630 kg CO2/m2.

Hlutfallsleg samsettning kolefnisspors

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig kolefnisspor byggingarinnar er hlutfallslega samsett. Á hægri súlunni má sjá hlutfallslega skiptingu helstu fasa vistferilsins. Byggingarefnin samanlagt vega um 46% af kolefnisspori byggingarinnar og er þar hlutdeild steypunnar lang mest eða um 33%. Losun á verktíma svo sem flutningar aðfanga og olíunotkun við framkvæmdina vega 7%, kolefnislosun á notkunartíma yfir 60 ár vegur 42% sem rekja má til notkunar heits vatns og rafmagns en einnig viðhalds. Kolefnislosusn við niðurrif byggingar er reiknað í svona greiningum og mælist 5% en aftur endurnýting/endurvinnsla efna í lok líftíma byggingarinnar lækkar kolefnissporið um 15%. Aðgerðir til að draga úr kolefnisspori sem áður eru nefndar drógu úr kolefnissporinu um 4%. Á hægri súlunni má sjá sundurliðun kolefnissporins enn frekar.

Hægt er að fræðast nánar um kolefnisspor og þjónustu EFLU við mælingu kolefnisspors og gerð kolefnisbókhalds með því að smella á hnappana hér fyrir neðan.

Kolefnisspor og kolefnisbókhald

Hvað er kolefnisspor?

Hvað er kolefnisspor?

Hér er einnig hægt að fræðast um þjónustu EFLU hvað varðar vistvæna hönnun og BREEAM vottanir og vistferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar.

Vistvæn hönnun og BREEAM vottanir

Vistferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar

The image shows a bar graph presenting carbon footprint data