Vistferilsgreiningar og umhverfisyfirlýsingar

LCA, Life cycle assessment, Life Cycle, Vistspor, Kolefnisspor

EFLA er leiðandi ráðgjafi í gerð vistferilsgreininga (e. Life Cycle Assessment) á Íslandi. Vistferilsgreining eða lífsferilsgreining er aðferðafræði sem notuð er til að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir líftímann („frá vöggu til grafar“) og til að reikna út vistspor eða kolefnisspor vöru og þjónustu.

Tengiliður

EFLA er með víðtæka reynslu í gerð vistferilsgreininga í ólíkum geirum s.s. byggingariðnaði, orkuiðnaði, samgöngum, iðnaði, matvælavinnslu og sjávarútvegi sem og úrgangsmeðhöndlun og endurvinnslu.

Tilgangur vistferilsgreiningar er að reikna heildar umhverfisáhrif sem verða vegna framleiðslu, notkunar og förgunar á vöru eða þjónustu. Með greiningunni má auðkenna þá þætti í lífsferli vörunnar sem mestu áhrif hafa á umhverfið. Upplýsingarnar má nýta til að draga úr umhverfisáhrifum, t.d. með því að bæta eða breyta hönnunar- og framleiðsluferlinu, skipta út efnum eða efnisþáttum eða taka aðrar upplýstar ákvarðanir á rekstrartíma vöru eða þjónustu. Framleiðandi eða söluaðili getur þá notað upplýsingarnar til að veita viðskiptavinum gagnsæjar og tölulegar upplýsingar um umhverfisáhrif viðkomandi vöru eða þjónustu. Að sama skapi geta kaupendur notað niðurstöður við innkaup og borið saman sambærilegar vörur eða þjónustu.

Vistferill bygginga

Ferill sem sýnir vistferilsgreiningu bygginga.

Vistferilsgreiningar eru undanfari svokallaðra umhverfisyfirlýsinga (e. Environment product declaration, EPD), sem er stöðluð yfirlýsing um umhverfisáhrif vörunnar og er tekin út af þriðja aðila. Hægt er að einskorða slíka yfirlýsingu við kolefnisspor vörunnar eða þjónustunnar með svokölluðum loftslagsyfirlýsingum (e. Climate declaration).

Margvíslegur ávinningur

Gagnsæjar, áreiðanlegar upplýsingar um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu getur gefið forskot á markaði.

Á meðal þjónustusviða eru

  • Gerð vistferilsgreininga skv. alþjóðlegum stöðlum fyrir vöru, þjónustu eða kerfi
  • Einfaldari útreikningar eða skimun umhverfisáhrifa með aðferðafræði vistferilsgreiningar
  • Útreikningar á kolefnisspori fyrir vöru, ferli eða þjónustu
  • Umsjón með gerð umhverfisyfirlýsinga fyrir vörur eða þjónustu (e. Environmental Product Declaration)

Algengar spurningar og svör

Hvað er vistferilsgreining (LCA)?

Vistferilsgreining er aðferðafræði til að meta notkun auðlinda og hnattræn og svæðisbundin umhverfisáhrif fyrir ferli, vöru eða þjónustu. Niðurstöður eru tölulegar og byggja á útreikningum fyrir mismunandi áhrifaþætti, t.d. losun gróðurhúsalofttegunda. EFLA notar leiðandi hugbúnað við gerð vistferilsgreininga og er áskrifandi að gagnabanka sem inniheldur gögn um umhverfisáhrif þúsundir framleiðslu- og flutningsferla.

Til hvers eru vistferilsgreiningar (LCA)?

Nýta má greiningarnar til að átta sig á grunnstöðunni, setja sér markmið í rekstri, nýta niðurstöður í hönnun, reikna og gefa út kolefnisspor, sækja um umhverfisvottanir eða umhverfisyfirlýsingar fyrir vöru (EPD), svo dæmi séu tekin.


Hvernig geta umhverfisyfirlýsingar (EPD) gagnast mér?

Umhverfisyfirlýsingar veita gagnsæjar, tölulegar og staðlaðar upplýsingar, sem teknar hafa verið út af þriðja aðila, um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu. Gerðar eru síauknar kröfur um framvísun slíkra upplýsingar í dag, einkum og sér í byggingariðnaðinum þar sem æ fleiri nýbyggingar gangast undir vottunarferli, en einnig er orðin aukin eftirspurn eftir umhverfisyfirlýsingum í samgöngu-, matvæla-, orku-, raftækja- og þjónustugeirum. Upplýsingarnar nýtast notendum með fjölbreyttum hætti og getur veitt þeim samkeppnisforskot.

Tengd þjónusta


Var efnið hjálplegt? Nei