Fréttir


Fréttir

Samfélagsskýrsla EFLU 2020

Sjálfbærniskýrsla, UN Global, Samfélag

20.5.2021

Samfélagsskýrsla EFLU er komin út og í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Hægt er að skoða vefsvæði samfélagsskýrslunnar eða rafrænt skjal. 

  • Samfélagsskýrsla EFLU 2020
    Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2021.

Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Samfélagsleg ábyrgð er samofin starfsemi EFLU og er rauður þráður í stefnumiðum fyrirtækisins. Ný framtíðarsýn fyrirtækisins til ársins 2025 segir „EFLA verður fyrirmynd þekkingarfyrirtækja og brautryðjandi við úrlausn brýnna samfélagsverkefna“. 

Framtíðarsýnin gefur til kynna þungamiðju samfélagslegrar ábyrgðar í allri starfsemi EFLU og fylgir eftir forystu EFLU á þessum vettvangi í yfir tvo áratugi. Þannig vill EFLA vera þátttakandi í að breyta samfélögum í þeim tilgangi að bæta lífsgæði fólks, þróa mikilvæga innviði og auka arðbærni atvinnulífs. Til að ná þeim árangri er mikil áhersla lögð á framúrskarandi ráðgjöf, þjónustu og nýsköpun í fjölbreyttum verkefnum um allt samfélagið. Þeim árangri vill EFLA ná með með starfsemi sem er til fyrirmyndar þar sem samfélagsleg ábyrgð er leiðarljósið og drifkraftur til árangurs.

Í samfélagsskýrslunni er farið yfir umhverfisárangur og markmið fyrirtækisins, hvernig starfsemin tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og verkefnum EFLU.

Vefur - Samfélagsskýrsla EFLU


Rafrænt skjal

Samfélagsskýrsla EFLU

Einnig bendum við á ráðgjöf EFLU í tengslum við samfélagsábyrgð og við stefnumótun varðandi Heimsmarkmið SÞ.