Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU 2022

05.06.2023

Fréttir
The photo shows graphic with texts and stylized image of various colored shapes and green plant

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar auk tölulegra upplýsinga um rekstur fyrirtækisins. Hægt er að skoða vefsvæði skýrslunnar og á rafrænu formi.

Sjálfbærni- og ársskýrsla

„Við hjá EFLU erum svo heppin að hafa á að skipa sérfræðingum á fjölmörgum þekkingarsviðum sem hafa verið leiðandi í að finna nýjar, grænar lausnir. EFLA tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og hefur sett sér krefjandi markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka sóun,“ segir Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, í ávarpi sínu í skýrslunni.

Í samfélagsskýrslunni er farið yfir rekstrarárið, umhverfisárangur og markmið fyrirtækisins, hvernig starfsemin tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og verkefnum EFLU.

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU